Uppbrot fjórflokksins blasir við Una Sighvatsdóttir skrifar 5. október 2016 11:52 Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur segir allt opið fyrir stjórnmálaflokkana ennþá þótt stutt sé til kosninga. VÍSIR/HÖRÐUR SVEINSSON Til að tryggja sér sæti á Alþingi þurfa íslenskir stjórnmálaflokkar að ná minnst 5% fylgi í kosningum. Þetta er nokkuð hærri þröskuldur en annars staðar á Norðurlöndum. Samkvæmt nýjustu skoðanakönnun Fréttablaðsins sem birt er í dag fær Björt framtíð 6,9% fylgi, sem er það mesta sem flokkurinn hefur mælst með frá því í mars 2015. Viðreisn mælist einnig með 6,9% og fengju báðir flokkarnir því þingsæti, auk Pírata og rótgrónari flokka sem myndað hafa fjórflokkinn svo kallaða.Einstök staða sem við höfum ekki séð áður Eiríkur Bergmann stjórnamálafræðingur segir allmikil tíðindi í þessari könnun. „Ég myndi segja að það væru allmikil tíðindi í þessari könnun, „Annað er jú það hversu mikið flökt er á fylginu. Svona nálægt kosningum þá er þetta óvanalega mikið flökt og það er engu hægt að slá föstu nú þegar,“ segir Eriíkur. „Hinsvegar er að Björt framtíð rís upp og vel yfir þröskuldinn í þessari könnun og þá blasir við sú einstaka staða sem við höfum ekki séð áður, gangi þessi könnun eftir, að á næsta kjörtímabili verði sjö flokkar á Alþingi. Það felur í sér grundvallarbreytingu á flokkakerfinu.“Gömlu lögmálin gilda ekki lengur Slík oddastaða með sjö flokkum gæti leitt til þess að á Alþingi myndist skýrari fylkingar til hægri og vinstri líkt og gerist í norræna flokkakerfinu, að mati Eiríks. Í öllu falli virðist blasa við uppbrot þess kerfis sem Íslendingar hafa lengst af búið við en byrjaði að riða til falls í kjölfar efnahagshrunsins. Eiríkur segir sveiflurnar á fylginu allavega það miklar að gömlu lögmálin gildi greinilega ekki jafnt og þau gerðu í eitt sinn. „Fjórflokkskerfið sem hefur tryggt þessum fjórum flokkum alræðið í íslenskum stjórnmálum, það getur verið að líða undir lok og fleiri flokkar að brjóta sér leið inn í þetta kerfi þannig að um eðlisbreytingu á því geti orðið. Það er vel mögulegt samkvæmt þessum könnunum. En svo ef maður les þessar breytingar í samspili hver við aðra sjáum við að það eru töluvert miklar sveiflur þarna á milli þannig að staðan er ennþá verulega óviss “Óvenjumargir óákveðnir Óvissan felst ekki síst í því að aðeins tæp 57% þeirra sem náðist í tóku afstöðu. Þótt aðeins séu 23 dagar til kosninga virðast því óvenjumargir enn vera óákveðnir, og helgast líklega af því hve kosningarnar ber að með óvenjulegum hætti og á óvenjulegum tíma. „Þannig að það getur vel verið að upp úr kjörkössunum komi önnur mynd en blasir við okkur í dag. Allavega virðist vera opið færi fyrir stjórnmálaflokkana ennþá, þessi markaður er einhvern veginn ekkert að lokast," segir Eiríkur Bergmann. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Píratar tapa miklu fylgi en Sjálfstæðisflokkur eykur við sig Sjálfstæðisflokkurinn mælist langstærsti flokkurinn i nýrri könnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Píratar tapa miklu fylgi. Framsóknarflokkurinn og VG jafnstórir. Þingmaður Framsóknarflokkinn segir flokkinn eiga meira inni. 28. september 2016 07:00 Björt framtíð fengi kjörinn þingmann Björt framtíð hefur ekki mælst með meira fylgi í könnun Fréttablaðsins síðan í mars í fyrra. Þingmaður flokksins segist finna jákvæð viðbrögð við þeim málum sem flokkurinn hefur unnið í. 5. október 2016 06:30 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fleiri fréttir Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Sjá meira
Til að tryggja sér sæti á Alþingi þurfa íslenskir stjórnmálaflokkar að ná minnst 5% fylgi í kosningum. Þetta er nokkuð hærri þröskuldur en annars staðar á Norðurlöndum. Samkvæmt nýjustu skoðanakönnun Fréttablaðsins sem birt er í dag fær Björt framtíð 6,9% fylgi, sem er það mesta sem flokkurinn hefur mælst með frá því í mars 2015. Viðreisn mælist einnig með 6,9% og fengju báðir flokkarnir því þingsæti, auk Pírata og rótgrónari flokka sem myndað hafa fjórflokkinn svo kallaða.Einstök staða sem við höfum ekki séð áður Eiríkur Bergmann stjórnamálafræðingur segir allmikil tíðindi í þessari könnun. „Ég myndi segja að það væru allmikil tíðindi í þessari könnun, „Annað er jú það hversu mikið flökt er á fylginu. Svona nálægt kosningum þá er þetta óvanalega mikið flökt og það er engu hægt að slá föstu nú þegar,“ segir Eriíkur. „Hinsvegar er að Björt framtíð rís upp og vel yfir þröskuldinn í þessari könnun og þá blasir við sú einstaka staða sem við höfum ekki séð áður, gangi þessi könnun eftir, að á næsta kjörtímabili verði sjö flokkar á Alþingi. Það felur í sér grundvallarbreytingu á flokkakerfinu.“Gömlu lögmálin gilda ekki lengur Slík oddastaða með sjö flokkum gæti leitt til þess að á Alþingi myndist skýrari fylkingar til hægri og vinstri líkt og gerist í norræna flokkakerfinu, að mati Eiríks. Í öllu falli virðist blasa við uppbrot þess kerfis sem Íslendingar hafa lengst af búið við en byrjaði að riða til falls í kjölfar efnahagshrunsins. Eiríkur segir sveiflurnar á fylginu allavega það miklar að gömlu lögmálin gildi greinilega ekki jafnt og þau gerðu í eitt sinn. „Fjórflokkskerfið sem hefur tryggt þessum fjórum flokkum alræðið í íslenskum stjórnmálum, það getur verið að líða undir lok og fleiri flokkar að brjóta sér leið inn í þetta kerfi þannig að um eðlisbreytingu á því geti orðið. Það er vel mögulegt samkvæmt þessum könnunum. En svo ef maður les þessar breytingar í samspili hver við aðra sjáum við að það eru töluvert miklar sveiflur þarna á milli þannig að staðan er ennþá verulega óviss “Óvenjumargir óákveðnir Óvissan felst ekki síst í því að aðeins tæp 57% þeirra sem náðist í tóku afstöðu. Þótt aðeins séu 23 dagar til kosninga virðast því óvenjumargir enn vera óákveðnir, og helgast líklega af því hve kosningarnar ber að með óvenjulegum hætti og á óvenjulegum tíma. „Þannig að það getur vel verið að upp úr kjörkössunum komi önnur mynd en blasir við okkur í dag. Allavega virðist vera opið færi fyrir stjórnmálaflokkana ennþá, þessi markaður er einhvern veginn ekkert að lokast," segir Eiríkur Bergmann.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Píratar tapa miklu fylgi en Sjálfstæðisflokkur eykur við sig Sjálfstæðisflokkurinn mælist langstærsti flokkurinn i nýrri könnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Píratar tapa miklu fylgi. Framsóknarflokkurinn og VG jafnstórir. Þingmaður Framsóknarflokkinn segir flokkinn eiga meira inni. 28. september 2016 07:00 Björt framtíð fengi kjörinn þingmann Björt framtíð hefur ekki mælst með meira fylgi í könnun Fréttablaðsins síðan í mars í fyrra. Þingmaður flokksins segist finna jákvæð viðbrögð við þeim málum sem flokkurinn hefur unnið í. 5. október 2016 06:30 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fleiri fréttir Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Sjá meira
Píratar tapa miklu fylgi en Sjálfstæðisflokkur eykur við sig Sjálfstæðisflokkurinn mælist langstærsti flokkurinn i nýrri könnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Píratar tapa miklu fylgi. Framsóknarflokkurinn og VG jafnstórir. Þingmaður Framsóknarflokkinn segir flokkinn eiga meira inni. 28. september 2016 07:00
Björt framtíð fengi kjörinn þingmann Björt framtíð hefur ekki mælst með meira fylgi í könnun Fréttablaðsins síðan í mars í fyrra. Þingmaður flokksins segist finna jákvæð viðbrögð við þeim málum sem flokkurinn hefur unnið í. 5. október 2016 06:30
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?