Jóhann Jóhannsson semur tónlistina fyrir næstu mynd Aronofsky Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. október 2016 20:23 Jóhann Jóhannsson tónskáld mun semja tónlistina fyrir næstu kvikmynd bandaríska leikstjórans Darren Aronofsky en á meðal þeirra sem fara með hlutverk í myndinni eru þau Jennifer Lawrence, Javier Bardem og Ed Harris. Jóhann hefur samið tónlist fyrir fjölda kvikmynda og hlotið mikið lof fyrir en hann hlaut meðal annars Golden Globe-verðlaunin fyrir tónlistina í myndinni The Theory of Everything auk þess sem hann var tilnefndur til Óskarsverðlauna. Greint var frá samstarfi þeirra Aronofsky og Jóhanns í kvöldfréttum RÚV en Aronofsky hlaut í dag heiðursverðlaun RIFF fyrir framlag sitt til kvikmyndagerðar en Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands veitti Aronofsky verðlaunin við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Aronofsky stefnir á að frumsýna myndina á næsta ári en hún hefur ekki fengið nafn enn og er einfaldlega kölluð „Untitled Darren Aronofsky Project“ á kvikmyndavefnum IMDB. Aronofsky er einn virtasti kvikmyndaleikstjóri í heimi en hann á baki myndir á borð við Requiem for a Dream, Black Swan og Noah sem var einmitt tekin að hluta til hér á landi. Í viðtali við RÚV sagðist Aronofsky stefna á að taka upp aðra mynd hér í framtíðinni og að hann geti ekki raun ekki beðið eftir því að koma hingað til að taka upp. Golden Globes RIFF Tengdar fréttir Heiðursverðlaun RIFF afhent í tíunda skiptið Heiðursverðlaun Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík, RIFF, verða afhent í tíunda sinn í dag. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri afhendir indversk-kanadísku kvikmyndagerðarkonunni Deepa Mehta verðlaunin við hátíðlega athöfn í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag. 3. október 2016 10:00 Sundáhrif Sólveigar opna RIFF RIFF verður sett í þrettánda sinn við hátíðlga athöfn í Háskólabíói í kvöld. Opnunarmynd hátíðarinnar er fransk/íslenska kvikmyndin Sundáhrifin eftir Sólveigu Anspach. 29. september 2016 10:00 Andi Frankeinsteins sveif yfir vötnum í Sundhöllinni Kvikmyndin Frankeinstein var sýnd í Sundhöll Reykjavíkur í gærkvöldi. 2. október 2016 17:18 Mest lesið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Lífið samstarf Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Fleiri fréttir Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Jóhann Jóhannsson tónskáld mun semja tónlistina fyrir næstu kvikmynd bandaríska leikstjórans Darren Aronofsky en á meðal þeirra sem fara með hlutverk í myndinni eru þau Jennifer Lawrence, Javier Bardem og Ed Harris. Jóhann hefur samið tónlist fyrir fjölda kvikmynda og hlotið mikið lof fyrir en hann hlaut meðal annars Golden Globe-verðlaunin fyrir tónlistina í myndinni The Theory of Everything auk þess sem hann var tilnefndur til Óskarsverðlauna. Greint var frá samstarfi þeirra Aronofsky og Jóhanns í kvöldfréttum RÚV en Aronofsky hlaut í dag heiðursverðlaun RIFF fyrir framlag sitt til kvikmyndagerðar en Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands veitti Aronofsky verðlaunin við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Aronofsky stefnir á að frumsýna myndina á næsta ári en hún hefur ekki fengið nafn enn og er einfaldlega kölluð „Untitled Darren Aronofsky Project“ á kvikmyndavefnum IMDB. Aronofsky er einn virtasti kvikmyndaleikstjóri í heimi en hann á baki myndir á borð við Requiem for a Dream, Black Swan og Noah sem var einmitt tekin að hluta til hér á landi. Í viðtali við RÚV sagðist Aronofsky stefna á að taka upp aðra mynd hér í framtíðinni og að hann geti ekki raun ekki beðið eftir því að koma hingað til að taka upp.
Golden Globes RIFF Tengdar fréttir Heiðursverðlaun RIFF afhent í tíunda skiptið Heiðursverðlaun Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík, RIFF, verða afhent í tíunda sinn í dag. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri afhendir indversk-kanadísku kvikmyndagerðarkonunni Deepa Mehta verðlaunin við hátíðlega athöfn í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag. 3. október 2016 10:00 Sundáhrif Sólveigar opna RIFF RIFF verður sett í þrettánda sinn við hátíðlga athöfn í Háskólabíói í kvöld. Opnunarmynd hátíðarinnar er fransk/íslenska kvikmyndin Sundáhrifin eftir Sólveigu Anspach. 29. september 2016 10:00 Andi Frankeinsteins sveif yfir vötnum í Sundhöllinni Kvikmyndin Frankeinstein var sýnd í Sundhöll Reykjavíkur í gærkvöldi. 2. október 2016 17:18 Mest lesið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Lífið samstarf Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Fleiri fréttir Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Heiðursverðlaun RIFF afhent í tíunda skiptið Heiðursverðlaun Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík, RIFF, verða afhent í tíunda sinn í dag. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri afhendir indversk-kanadísku kvikmyndagerðarkonunni Deepa Mehta verðlaunin við hátíðlega athöfn í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag. 3. október 2016 10:00
Sundáhrif Sólveigar opna RIFF RIFF verður sett í þrettánda sinn við hátíðlga athöfn í Háskólabíói í kvöld. Opnunarmynd hátíðarinnar er fransk/íslenska kvikmyndin Sundáhrifin eftir Sólveigu Anspach. 29. september 2016 10:00
Andi Frankeinsteins sveif yfir vötnum í Sundhöllinni Kvikmyndin Frankeinstein var sýnd í Sundhöll Reykjavíkur í gærkvöldi. 2. október 2016 17:18