Grípum í lygar Magnús Guðmundsson skrifar 8. október 2016 10:30 Eyrún Ósk Jónsdóttir og Dagur B. Eggertsson eftir afhendingu Bókmenntaverðlauna Tómasar Guðmundssonar. Eyrún Ósk Jónsdóttir hlaut í gær Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar árið 2016 fyrir ljóðahandritið Góðfúslegt leyfi til sígarettukaupa. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri veitti verðlaunin sem nema 700 þúsund krónum. Fyrstu eintök af bókinni komu um leið úr prentun í útgáfu Bjarts. Eyrún Ósk Jónsdóttir á að baki feril sem rithöfundur, leikari og leikstjóri. Hún hefur skrifað fjölda leikrita sem hafa verið sett upp í leikhúsum hérlendis og erlendis auk þess hefur hún skrifað kvikmyndahandrit. Eyrún hefur áður sent frá sér þrjár skáldsögur og tvær ljóðabækur. Eyrún segir að það sé mikið gleðiefni að fá svona viðurkenningu. „Þetta var dásamlegt. Það er barátta að reyna að vera listamaður, vera í fullri vinnu og vera með barn og allt þetta, þannig að þetta er í alvörunni blóð sviti og tár. Þannig að það er góð tilfinning þegar maður finnur að aðrir tengja við þetta líka.“ Eyrún fæst við margt í listunum þannig að það er í mörg horn að líta. „Já, og svo er ég varabæjarfulltrúi í Hafnarfirði,“ bætir Eyrún við og skellihlær. „En það gengur í raun ótrúlega vel að samræma þetta allt. Það er barátta að halda áfram og ég setti mér þá reglu að skrifa alltaf á hverjum degi. Þá snýst þetta um að halda áfram, dáldið eins og að fara út að skokka, og svo er maður allt í einu kominn í form.“ Eyrún segir að í þessari bók sé hún einkum að skoða lygar sem fullorðnir segja við börn. „Þetta byrjaði þannig að sonur minn sem er fjögurra ára var að snúa sér í hringi og ég ætlaði að fara að stoppa hann. Það kom upp í mér eitthvað gamalt með að ef maður gerði svona þá fengi maður garnaflækju. Þá fór ég að hugsa um þetta sem manni var sagt með að tungan yrði svört þegar maður lýgur og allt þetta. Út frá því fór ég líka að skoða hluti sem ég bjó sjálf til sem barn til þess að öðlast skilning. Þannig að þetta byggir allt mikið á bernskuminningum og að skoða þessa þætti. En stundum grípum við í þetta áfram, segjum einhverjar lygar og vitleysu og hendum því fram eins og ekkert sé. Það er umhugsunarefni og mér fannst athyglisvert að átta mig á því. Þess vegna verður maður alltaf að horfa á heiminn með gagnrýnum hætti.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 8. október. Menning Mest lesið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Fleiri fréttir Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Sjá meira
Eyrún Ósk Jónsdóttir hlaut í gær Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar árið 2016 fyrir ljóðahandritið Góðfúslegt leyfi til sígarettukaupa. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri veitti verðlaunin sem nema 700 þúsund krónum. Fyrstu eintök af bókinni komu um leið úr prentun í útgáfu Bjarts. Eyrún Ósk Jónsdóttir á að baki feril sem rithöfundur, leikari og leikstjóri. Hún hefur skrifað fjölda leikrita sem hafa verið sett upp í leikhúsum hérlendis og erlendis auk þess hefur hún skrifað kvikmyndahandrit. Eyrún hefur áður sent frá sér þrjár skáldsögur og tvær ljóðabækur. Eyrún segir að það sé mikið gleðiefni að fá svona viðurkenningu. „Þetta var dásamlegt. Það er barátta að reyna að vera listamaður, vera í fullri vinnu og vera með barn og allt þetta, þannig að þetta er í alvörunni blóð sviti og tár. Þannig að það er góð tilfinning þegar maður finnur að aðrir tengja við þetta líka.“ Eyrún fæst við margt í listunum þannig að það er í mörg horn að líta. „Já, og svo er ég varabæjarfulltrúi í Hafnarfirði,“ bætir Eyrún við og skellihlær. „En það gengur í raun ótrúlega vel að samræma þetta allt. Það er barátta að halda áfram og ég setti mér þá reglu að skrifa alltaf á hverjum degi. Þá snýst þetta um að halda áfram, dáldið eins og að fara út að skokka, og svo er maður allt í einu kominn í form.“ Eyrún segir að í þessari bók sé hún einkum að skoða lygar sem fullorðnir segja við börn. „Þetta byrjaði þannig að sonur minn sem er fjögurra ára var að snúa sér í hringi og ég ætlaði að fara að stoppa hann. Það kom upp í mér eitthvað gamalt með að ef maður gerði svona þá fengi maður garnaflækju. Þá fór ég að hugsa um þetta sem manni var sagt með að tungan yrði svört þegar maður lýgur og allt þetta. Út frá því fór ég líka að skoða hluti sem ég bjó sjálf til sem barn til þess að öðlast skilning. Þannig að þetta byggir allt mikið á bernskuminningum og að skoða þessa þætti. En stundum grípum við í þetta áfram, segjum einhverjar lygar og vitleysu og hendum því fram eins og ekkert sé. Það er umhugsunarefni og mér fannst athyglisvert að átta mig á því. Þess vegna verður maður alltaf að horfa á heiminn með gagnrýnum hætti.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 8. október.
Menning Mest lesið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Fleiri fréttir Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Sjá meira