Fjallar um aðskilnað, nauðungarútlegð og kúgun Stefán Árni Pálsson skrifar 21. september 2016 10:30 Athanasia Kanellopoulou verður í Tjarnarbíó í kvöld. vísir/anton Gríski danshöfundurinn Athanasia Kanellopoulou er stödd hér á landi með verkið RUPTURE persephone sem sýnt verður í Tjarnarbíói í kvöld. Athanasia hefur meðal annars dansað í hinum virta dansflokki Pina Bausch. „Þetta er í annað skipti sem ég kem til Íslands, ég er virkilega þakklát fyrir að fá tækifæri til þess að sýna verkið mitt í Tjarnarbíói í kvöld,” segir Athanasia Kanellopoulou grískur danshöfundur, en hún er stödd hér á landi með verkið RUPTURE persephone, sem sýnt verður í Tjarnarbíói í kvöld, um er að ræða áhugaverða danssýning í samvinnu við Kramhúsið, sem aðeins verður sýnd í þetta eina skipti. Verkið er sólóverk höfundar sem unnið var í samvinnu við Ramallah Contemporary Dance Festival 2015 í Palestínu. Athanasia samdi verkið árið 2014 frumsýndi það í Palestínu árið 2015. Síðan þá hefur sýningin ferðast víðsvegar um heiminn, meðal annars til Þýskalands, Pólands, Tyrkklands og Kýpur. „RUPTURE persephone fjallar meðal annars um aðskilnað, nauðungarútlegð og kúgun. Ég get að vissu leiti tengt verkið við Ísland, þar sem fólkið hér býr til dæmis, annað hvort við mikla birtu eða mikinn myrkur” segir Kanellopoulou, spennt fyrir kvöldinu. Aðeins er um eina sýningu að ræða sem fram fer í Tjarnarbíó í kvöld. Sýningin hefst klukkan 20.30 og óhætt að segja að dansunnendur ættu alls ekki að láta þessa frábæru sýningu fram hjá sér fara. Menning Mest lesið Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Lífið Unnur Birna og Daði eru nýtt par Lífið Pelsafár hraustra karlmanna geisar á landinu Lífið „Unun að troðið sé á manni þegar svona er“ Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Hvar er Donald Trump? Lífið Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Lífið Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Gríski danshöfundurinn Athanasia Kanellopoulou er stödd hér á landi með verkið RUPTURE persephone sem sýnt verður í Tjarnarbíói í kvöld. Athanasia hefur meðal annars dansað í hinum virta dansflokki Pina Bausch. „Þetta er í annað skipti sem ég kem til Íslands, ég er virkilega þakklát fyrir að fá tækifæri til þess að sýna verkið mitt í Tjarnarbíói í kvöld,” segir Athanasia Kanellopoulou grískur danshöfundur, en hún er stödd hér á landi með verkið RUPTURE persephone, sem sýnt verður í Tjarnarbíói í kvöld, um er að ræða áhugaverða danssýning í samvinnu við Kramhúsið, sem aðeins verður sýnd í þetta eina skipti. Verkið er sólóverk höfundar sem unnið var í samvinnu við Ramallah Contemporary Dance Festival 2015 í Palestínu. Athanasia samdi verkið árið 2014 frumsýndi það í Palestínu árið 2015. Síðan þá hefur sýningin ferðast víðsvegar um heiminn, meðal annars til Þýskalands, Pólands, Tyrkklands og Kýpur. „RUPTURE persephone fjallar meðal annars um aðskilnað, nauðungarútlegð og kúgun. Ég get að vissu leiti tengt verkið við Ísland, þar sem fólkið hér býr til dæmis, annað hvort við mikla birtu eða mikinn myrkur” segir Kanellopoulou, spennt fyrir kvöldinu. Aðeins er um eina sýningu að ræða sem fram fer í Tjarnarbíó í kvöld. Sýningin hefst klukkan 20.30 og óhætt að segja að dansunnendur ættu alls ekki að láta þessa frábæru sýningu fram hjá sér fara.
Menning Mest lesið Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Lífið Unnur Birna og Daði eru nýtt par Lífið Pelsafár hraustra karlmanna geisar á landinu Lífið „Unun að troðið sé á manni þegar svona er“ Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Hvar er Donald Trump? Lífið Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Lífið Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira