„Ekki trufla óvininn á meðan hann er að kála sér sjálfur“ Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 26. september 2016 17:00 Þær Silja Dögg Gunnarsdóttir og Vigdís Hauksdóttir, þingmenn Framsóknar, voru gestir í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem staða Framsóknarflokksins var tíunduð. Silja Dögg segir Sigurð Inga Jóhannsson, forsætisráðherra, hafa farið með rétt mál þegar hann segir Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann flokksins hafa misst traust þingflokksins í kjölfar Wintris málsins.Sjá: „Segir Sigmund hafa misst stuðning þingflokksins í Apríl“ „Atburðarrásin var þannig að við í þingflokknum vorum búin að ákveða að biðja Sigmund um að víkja,“ sagði Silja Dögg um örlagaríkan þingflokksfund eftir að Panamalekinn var opinberaður. „Þetta var áður en að Sigurður Ingi kom á fundinn og Sigmundur var á leiðinni líka,“ segir hún. „Þetta var ekki gert með glöðu geði, þetta var ekkert plan og við vildum ekki vera í þeirri aðstöðu en við vorum komin upp að vegg. Okkur leið illa og það hafði orðið trúnaðarbrestur forsætisráðherra við íslensku þjóðina og okkur í þingflokknum.“Sigmundur Davíð og Sigurður Ingi munu etja kappi á flokksþingi Framsóknarflokksins um helgina.Þegar Sigurður Ingi mætir á fundinn er honum greint frá vilja þingflokksins um að víkja Sigmundi úr embætti. „Hann tók þetta mjög nærri sér og hann hoppaði ekki hæð sína af gleði,“ sagði hún. „Honum leið mjög illa, hann sagði: “Sigmundur er vinur minn, ég vil ekki gera þetta. En ef staðan er þessi og þið viljið að ég geri þetta skal ég taka þetta verkefni að mér.„„ Vigdís upplifði atburðarrásina ekki á sömu vegu og Silja Dögg. „Mér hefur greinilega verið haldið fyrir utan það þegar þessi ákvörðun var tekin um að etja Sigmund af,“ sagði hún. „Það er margt að skýrast núna og það er erfitt að sætta sig við það, í ljósi málefnastöðu Framsóknarflokksins og hvað við höfum náð miklu í gegn, að það séu þarna einstaklingar úti með hnífasettið á lofti tilbúin til að nota það korteri fyrir kosningar,“ segir Vigdís. Hún telur ljóst að flokkurinn sé klofinn og það nýtist andstæðingum hans best. „Það verður flokksþing um næstu helgi og þar verður kosið um forystu. Þar ræðst það hvaða fylking nær yfirhöndinni og hvaða fylking verður kosin. Fyrir mér lítur þetta þannig út eins og ABBA, þar sem ég fór á ABBA safnið í gær, það eru tvær fylkingar og þetta er að klofna,“ segir hún en hún var stödd í Stokkhólmi þegar Bítismenn náðu á henni í morgun. „En andstæðingar okkar kætast, þeir hugsa þetta sem svo að ekki eigi að trufla óvinin á meðan hann kálar sér sjálfur.“Hér má hlusta á umræður Silju og Vigdísar í Bítinu í heild sinni. Kosningar 2016 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Þær Silja Dögg Gunnarsdóttir og Vigdís Hauksdóttir, þingmenn Framsóknar, voru gestir í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem staða Framsóknarflokksins var tíunduð. Silja Dögg segir Sigurð Inga Jóhannsson, forsætisráðherra, hafa farið með rétt mál þegar hann segir Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann flokksins hafa misst traust þingflokksins í kjölfar Wintris málsins.Sjá: „Segir Sigmund hafa misst stuðning þingflokksins í Apríl“ „Atburðarrásin var þannig að við í þingflokknum vorum búin að ákveða að biðja Sigmund um að víkja,“ sagði Silja Dögg um örlagaríkan þingflokksfund eftir að Panamalekinn var opinberaður. „Þetta var áður en að Sigurður Ingi kom á fundinn og Sigmundur var á leiðinni líka,“ segir hún. „Þetta var ekki gert með glöðu geði, þetta var ekkert plan og við vildum ekki vera í þeirri aðstöðu en við vorum komin upp að vegg. Okkur leið illa og það hafði orðið trúnaðarbrestur forsætisráðherra við íslensku þjóðina og okkur í þingflokknum.“Sigmundur Davíð og Sigurður Ingi munu etja kappi á flokksþingi Framsóknarflokksins um helgina.Þegar Sigurður Ingi mætir á fundinn er honum greint frá vilja þingflokksins um að víkja Sigmundi úr embætti. „Hann tók þetta mjög nærri sér og hann hoppaði ekki hæð sína af gleði,“ sagði hún. „Honum leið mjög illa, hann sagði: “Sigmundur er vinur minn, ég vil ekki gera þetta. En ef staðan er þessi og þið viljið að ég geri þetta skal ég taka þetta verkefni að mér.„„ Vigdís upplifði atburðarrásina ekki á sömu vegu og Silja Dögg. „Mér hefur greinilega verið haldið fyrir utan það þegar þessi ákvörðun var tekin um að etja Sigmund af,“ sagði hún. „Það er margt að skýrast núna og það er erfitt að sætta sig við það, í ljósi málefnastöðu Framsóknarflokksins og hvað við höfum náð miklu í gegn, að það séu þarna einstaklingar úti með hnífasettið á lofti tilbúin til að nota það korteri fyrir kosningar,“ segir Vigdís. Hún telur ljóst að flokkurinn sé klofinn og það nýtist andstæðingum hans best. „Það verður flokksþing um næstu helgi og þar verður kosið um forystu. Þar ræðst það hvaða fylking nær yfirhöndinni og hvaða fylking verður kosin. Fyrir mér lítur þetta þannig út eins og ABBA, þar sem ég fór á ABBA safnið í gær, það eru tvær fylkingar og þetta er að klofna,“ segir hún en hún var stödd í Stokkhólmi þegar Bítismenn náðu á henni í morgun. „En andstæðingar okkar kætast, þeir hugsa þetta sem svo að ekki eigi að trufla óvinin á meðan hann kálar sér sjálfur.“Hér má hlusta á umræður Silju og Vigdísar í Bítinu í heild sinni.
Kosningar 2016 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira