Dýr atkvæði Davíðs Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 27. september 2016 07:00 Kostnaður við fjögur dýrustu framboðin Davíð Oddsson varði tæpum 28 milljónum króna í kosningabaráttu sína fyrir forsetakosningarnar sem fram fóru í sumar. Hann hafnaði í fjórða sæti og fékk rúmlega 25 þúsund atkvæði. Þar með greiddi Davíð rúmlega 1.100 krónur fyrir hvert atkvæði sem hann fékk. Enginn hinna þriggja frambjóðendanna sem flest atkvæði fengu kemst nálægt því. Næstmest galt Andri Snær Magnason fyrir hvert atkvæði. Hann varði fimmtán milljónum í kosningabaráttu sína og uppskar um 26 þúsund atkvæði sem gera 576 krónur á hvert þeirra. Sigurvegarinn og forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, varði um 25 milljónum í sína kosningabaráttu og uppskar rúmlega 71 þúsund atkvæði. Alls 352 krónur á hvert atkvæði. Halla Tómasdóttir, sem hafnaði í öðru sæti, varði bæði minnstu í kosningabaráttu sína og minnstu á hvert atkvæði. Alls fóru tæpar níu milljónir í baráttuna og hún fékk tæp 51 þúsund atkvæði. Það gera 175 krónur á hvert atkvæði sem hún fékk. Frambjóðendurnir styrktu eigin framboð mismikið. Sá sem mest styrkti eigið framboð var Davíð en hann lét rúmar ellefu milljónir úr eigin vasa í framboðið. Halla styrkti sitt framboð um rúmar tvær milljónir og Guðni og Andri Snær létu um eina milljón króna hvor í framboð sitt. Aðrir frambjóðendur ráku mun ódýrari kosningabaráttu. Framboð Guðrúnar Margrétar Pálsdóttur kostaði um hálfa milljón króna en framboð Ástþórs Magnússonar, Elísabetar Kristínar Jökulsdóttur, Hildar Þórðardóttur og Sturlu Jónssonar kostuðu öll minna en 400 þúsund krónur. Sé kostnaður allra þeirra framboða lagður saman kemst hann því hvergi nálægt kostnaði neins hinna fjögurra framboðanna.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Forsetakosningar 2016 Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Davíð Oddsson varði tæpum 28 milljónum króna í kosningabaráttu sína fyrir forsetakosningarnar sem fram fóru í sumar. Hann hafnaði í fjórða sæti og fékk rúmlega 25 þúsund atkvæði. Þar með greiddi Davíð rúmlega 1.100 krónur fyrir hvert atkvæði sem hann fékk. Enginn hinna þriggja frambjóðendanna sem flest atkvæði fengu kemst nálægt því. Næstmest galt Andri Snær Magnason fyrir hvert atkvæði. Hann varði fimmtán milljónum í kosningabaráttu sína og uppskar um 26 þúsund atkvæði sem gera 576 krónur á hvert þeirra. Sigurvegarinn og forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, varði um 25 milljónum í sína kosningabaráttu og uppskar rúmlega 71 þúsund atkvæði. Alls 352 krónur á hvert atkvæði. Halla Tómasdóttir, sem hafnaði í öðru sæti, varði bæði minnstu í kosningabaráttu sína og minnstu á hvert atkvæði. Alls fóru tæpar níu milljónir í baráttuna og hún fékk tæp 51 þúsund atkvæði. Það gera 175 krónur á hvert atkvæði sem hún fékk. Frambjóðendurnir styrktu eigin framboð mismikið. Sá sem mest styrkti eigið framboð var Davíð en hann lét rúmar ellefu milljónir úr eigin vasa í framboðið. Halla styrkti sitt framboð um rúmar tvær milljónir og Guðni og Andri Snær létu um eina milljón króna hvor í framboð sitt. Aðrir frambjóðendur ráku mun ódýrari kosningabaráttu. Framboð Guðrúnar Margrétar Pálsdóttur kostaði um hálfa milljón króna en framboð Ástþórs Magnússonar, Elísabetar Kristínar Jökulsdóttur, Hildar Þórðardóttur og Sturlu Jónssonar kostuðu öll minna en 400 þúsund krónur. Sé kostnaður allra þeirra framboða lagður saman kemst hann því hvergi nálægt kostnaði neins hinna fjögurra framboðanna.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Forsetakosningar 2016 Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent