Segir íslenskt leikhús ekki á sérstaklega góðum stað Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 27. september 2016 12:30 Jón Viðar Jónsson Vísir/E.Ól Jón Viðar Jónsson starfaði sem leikhúsgagnrýnandi með hléum frá árinu 1978 til 2014. Hann segir íslenskt leikhús ekki á góðum stað og að listamenn taka gagnrýni misvel. Jón Viðar var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Jón Viðar segir fásinnu að hver sem er geti verið leikhúsgagnrýnandi. „Þetta er svona svolítið í tíðarandanum núna, einhver svona afstæðishyggja, að allir hafi jafnt vit á hlutunum og svoleiðis. Þetta er náttúrulega fásinna. Auðvitað þurfa menn að kynna sér listirnar og vera inni í þeim og mennta sig í þeim og öðlast fagþekkingu til að geta verið dómbærir um þær,“ sagði Jón Viðar. „Tónlistin er kannski augljósasta dæmið, af því að í tónlistinni eru reglurnar svo tærar og hreinar. Ef þú spilar falskt þá spilarðu falskt. Það þarf ekki að vera að diskútera það. Það er hægt að feika meira í leikhúsinu. En þar eru ákveðnir mælikvarðar sem eru ríkjandi og allt vel menntað og reynt leikhúsfólk samþykkir í grunninn. Og gagnrýnandi náttúrulega er bara partur af þeim hópi.“Mikið samtal milli gagnrýnenda og listafólks Aðspurður hvort að erfitt sé að vera beinskeyttur gagnrýnandi í svo litlu samfélagi segir hann að svo sé ekki, það sé meira samtal milli gagnrýnenda og listafólks en almenningur átti sig á. „Ef að ein gagnrýnandi er settur á stall þá er það hópurinn sem gerir það. Fólk sér að smekkurinn er góður og það treystir hans dómgreind og það treystir því líka að hann sé heiðarlegur og að hann sé ekki að hugsa um einhverjar vinsældir í bransanum og kunningsskap og svona nokkuð. Það er mjög mikið atriði auðvitað að maður sé heiðarlegur gagnvart sinni listrænu upplifun og leggja hana á borðið. En auðvitað hafa menn mismunandi sýn á leikhúsið eins og gengur. það eru ekkert allir sem hafa sama smekk og ég endilega.“En var aldrei vont eða erfitt að horfa framan í leikara eftir að þú varst kannski búin að rakka niður sýningu eða leik viðkomandi? „Nei nei það held ég ekkert. Þegar að ég hef fellt einhvern dóm sem að fólki hefur þótt neikvæður þá hef ég haft mínar ástæður til þess. Ég held að ég hafi ekki verið að níðast á fólki persónulega. Auðvitað taka listamenn gagnrýni misvel. Það er bara eins og gengur en það eru margir sem þola gagnrýni alveg ágætlega. Aðspurður hvort að margar sýningar hafi fengið fullt hús stiga frá honum síðan hann byrjaði að gagnrýna árið 1978 segir Jón Viðar að svo sé. „Já já, það er einhver slatti“ „Íslenskt leikhús er ekkert á sérstaklega góðum stað að mínum dómi,“ sagði Jón Viðar að lokum.Viðtalið við Jón Viðar má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Mest lesið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Sjá meira
Jón Viðar Jónsson starfaði sem leikhúsgagnrýnandi með hléum frá árinu 1978 til 2014. Hann segir íslenskt leikhús ekki á góðum stað og að listamenn taka gagnrýni misvel. Jón Viðar var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Jón Viðar segir fásinnu að hver sem er geti verið leikhúsgagnrýnandi. „Þetta er svona svolítið í tíðarandanum núna, einhver svona afstæðishyggja, að allir hafi jafnt vit á hlutunum og svoleiðis. Þetta er náttúrulega fásinna. Auðvitað þurfa menn að kynna sér listirnar og vera inni í þeim og mennta sig í þeim og öðlast fagþekkingu til að geta verið dómbærir um þær,“ sagði Jón Viðar. „Tónlistin er kannski augljósasta dæmið, af því að í tónlistinni eru reglurnar svo tærar og hreinar. Ef þú spilar falskt þá spilarðu falskt. Það þarf ekki að vera að diskútera það. Það er hægt að feika meira í leikhúsinu. En þar eru ákveðnir mælikvarðar sem eru ríkjandi og allt vel menntað og reynt leikhúsfólk samþykkir í grunninn. Og gagnrýnandi náttúrulega er bara partur af þeim hópi.“Mikið samtal milli gagnrýnenda og listafólks Aðspurður hvort að erfitt sé að vera beinskeyttur gagnrýnandi í svo litlu samfélagi segir hann að svo sé ekki, það sé meira samtal milli gagnrýnenda og listafólks en almenningur átti sig á. „Ef að ein gagnrýnandi er settur á stall þá er það hópurinn sem gerir það. Fólk sér að smekkurinn er góður og það treystir hans dómgreind og það treystir því líka að hann sé heiðarlegur og að hann sé ekki að hugsa um einhverjar vinsældir í bransanum og kunningsskap og svona nokkuð. Það er mjög mikið atriði auðvitað að maður sé heiðarlegur gagnvart sinni listrænu upplifun og leggja hana á borðið. En auðvitað hafa menn mismunandi sýn á leikhúsið eins og gengur. það eru ekkert allir sem hafa sama smekk og ég endilega.“En var aldrei vont eða erfitt að horfa framan í leikara eftir að þú varst kannski búin að rakka niður sýningu eða leik viðkomandi? „Nei nei það held ég ekkert. Þegar að ég hef fellt einhvern dóm sem að fólki hefur þótt neikvæður þá hef ég haft mínar ástæður til þess. Ég held að ég hafi ekki verið að níðast á fólki persónulega. Auðvitað taka listamenn gagnrýni misvel. Það er bara eins og gengur en það eru margir sem þola gagnrýni alveg ágætlega. Aðspurður hvort að margar sýningar hafi fengið fullt hús stiga frá honum síðan hann byrjaði að gagnrýna árið 1978 segir Jón Viðar að svo sé. „Já já, það er einhver slatti“ „Íslenskt leikhús er ekkert á sérstaklega góðum stað að mínum dómi,“ sagði Jón Viðar að lokum.Viðtalið við Jón Viðar má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Mest lesið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Sjá meira