Segir íslenskt leikhús ekki á sérstaklega góðum stað Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 27. september 2016 12:30 Jón Viðar Jónsson Vísir/E.Ól Jón Viðar Jónsson starfaði sem leikhúsgagnrýnandi með hléum frá árinu 1978 til 2014. Hann segir íslenskt leikhús ekki á góðum stað og að listamenn taka gagnrýni misvel. Jón Viðar var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Jón Viðar segir fásinnu að hver sem er geti verið leikhúsgagnrýnandi. „Þetta er svona svolítið í tíðarandanum núna, einhver svona afstæðishyggja, að allir hafi jafnt vit á hlutunum og svoleiðis. Þetta er náttúrulega fásinna. Auðvitað þurfa menn að kynna sér listirnar og vera inni í þeim og mennta sig í þeim og öðlast fagþekkingu til að geta verið dómbærir um þær,“ sagði Jón Viðar. „Tónlistin er kannski augljósasta dæmið, af því að í tónlistinni eru reglurnar svo tærar og hreinar. Ef þú spilar falskt þá spilarðu falskt. Það þarf ekki að vera að diskútera það. Það er hægt að feika meira í leikhúsinu. En þar eru ákveðnir mælikvarðar sem eru ríkjandi og allt vel menntað og reynt leikhúsfólk samþykkir í grunninn. Og gagnrýnandi náttúrulega er bara partur af þeim hópi.“Mikið samtal milli gagnrýnenda og listafólks Aðspurður hvort að erfitt sé að vera beinskeyttur gagnrýnandi í svo litlu samfélagi segir hann að svo sé ekki, það sé meira samtal milli gagnrýnenda og listafólks en almenningur átti sig á. „Ef að ein gagnrýnandi er settur á stall þá er það hópurinn sem gerir það. Fólk sér að smekkurinn er góður og það treystir hans dómgreind og það treystir því líka að hann sé heiðarlegur og að hann sé ekki að hugsa um einhverjar vinsældir í bransanum og kunningsskap og svona nokkuð. Það er mjög mikið atriði auðvitað að maður sé heiðarlegur gagnvart sinni listrænu upplifun og leggja hana á borðið. En auðvitað hafa menn mismunandi sýn á leikhúsið eins og gengur. það eru ekkert allir sem hafa sama smekk og ég endilega.“En var aldrei vont eða erfitt að horfa framan í leikara eftir að þú varst kannski búin að rakka niður sýningu eða leik viðkomandi? „Nei nei það held ég ekkert. Þegar að ég hef fellt einhvern dóm sem að fólki hefur þótt neikvæður þá hef ég haft mínar ástæður til þess. Ég held að ég hafi ekki verið að níðast á fólki persónulega. Auðvitað taka listamenn gagnrýni misvel. Það er bara eins og gengur en það eru margir sem þola gagnrýni alveg ágætlega. Aðspurður hvort að margar sýningar hafi fengið fullt hús stiga frá honum síðan hann byrjaði að gagnrýna árið 1978 segir Jón Viðar að svo sé. „Já já, það er einhver slatti“ „Íslenskt leikhús er ekkert á sérstaklega góðum stað að mínum dómi,“ sagði Jón Viðar að lokum.Viðtalið við Jón Viðar má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Mest lesið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Sonur Tinu Turner látinn Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Matarást: „Búin að slípast vel saman eftir öll þessi ár“ Makamál Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Lífið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fleiri fréttir Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Sjá meira
Jón Viðar Jónsson starfaði sem leikhúsgagnrýnandi með hléum frá árinu 1978 til 2014. Hann segir íslenskt leikhús ekki á góðum stað og að listamenn taka gagnrýni misvel. Jón Viðar var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Jón Viðar segir fásinnu að hver sem er geti verið leikhúsgagnrýnandi. „Þetta er svona svolítið í tíðarandanum núna, einhver svona afstæðishyggja, að allir hafi jafnt vit á hlutunum og svoleiðis. Þetta er náttúrulega fásinna. Auðvitað þurfa menn að kynna sér listirnar og vera inni í þeim og mennta sig í þeim og öðlast fagþekkingu til að geta verið dómbærir um þær,“ sagði Jón Viðar. „Tónlistin er kannski augljósasta dæmið, af því að í tónlistinni eru reglurnar svo tærar og hreinar. Ef þú spilar falskt þá spilarðu falskt. Það þarf ekki að vera að diskútera það. Það er hægt að feika meira í leikhúsinu. En þar eru ákveðnir mælikvarðar sem eru ríkjandi og allt vel menntað og reynt leikhúsfólk samþykkir í grunninn. Og gagnrýnandi náttúrulega er bara partur af þeim hópi.“Mikið samtal milli gagnrýnenda og listafólks Aðspurður hvort að erfitt sé að vera beinskeyttur gagnrýnandi í svo litlu samfélagi segir hann að svo sé ekki, það sé meira samtal milli gagnrýnenda og listafólks en almenningur átti sig á. „Ef að ein gagnrýnandi er settur á stall þá er það hópurinn sem gerir það. Fólk sér að smekkurinn er góður og það treystir hans dómgreind og það treystir því líka að hann sé heiðarlegur og að hann sé ekki að hugsa um einhverjar vinsældir í bransanum og kunningsskap og svona nokkuð. Það er mjög mikið atriði auðvitað að maður sé heiðarlegur gagnvart sinni listrænu upplifun og leggja hana á borðið. En auðvitað hafa menn mismunandi sýn á leikhúsið eins og gengur. það eru ekkert allir sem hafa sama smekk og ég endilega.“En var aldrei vont eða erfitt að horfa framan í leikara eftir að þú varst kannski búin að rakka niður sýningu eða leik viðkomandi? „Nei nei það held ég ekkert. Þegar að ég hef fellt einhvern dóm sem að fólki hefur þótt neikvæður þá hef ég haft mínar ástæður til þess. Ég held að ég hafi ekki verið að níðast á fólki persónulega. Auðvitað taka listamenn gagnrýni misvel. Það er bara eins og gengur en það eru margir sem þola gagnrýni alveg ágætlega. Aðspurður hvort að margar sýningar hafi fengið fullt hús stiga frá honum síðan hann byrjaði að gagnrýna árið 1978 segir Jón Viðar að svo sé. „Já já, það er einhver slatti“ „Íslenskt leikhús er ekkert á sérstaklega góðum stað að mínum dómi,“ sagði Jón Viðar að lokum.Viðtalið við Jón Viðar má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Mest lesið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Sonur Tinu Turner látinn Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Matarást: „Búin að slípast vel saman eftir öll þessi ár“ Makamál Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Lífið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fleiri fréttir Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Sjá meira