Starfsmaður heilsugæslu fær ekki bætur vegna hálkuslyss Anton Egilsson skrifar 12. september 2016 00:01 Bílaplön geta verið slysagildra í mikilli hálku. Vísir/Stefán Kona sem slasaðist í hálku fyrir utan vinnustað sinn fær ekki bætur. Þetta var niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur sem sýknaði íslenska ríkið í máli sem konan höfðaði á hendur þess. Konan var á leið frá vinnu sinni laugardaginn 25. janúar 2014 þegar slysið átti sér stað. Var hún í fríi fyrrnefndan dag en þurfti að koma við í vinnunni til að klára ákveðið verkefni.Þó nokkrir slasast á bílaplaninuUm aðstæður á vettvangi þegar slysið átti sér stað sagði konan að mikil hálka hafi verið á bílaplaninu og hafi hún runnið til þegar hún var við það að setjast inn í bíl. Afleiðingar líkamstjóns hennar eru varanlegar. Í yfirlýsingu hennar sem gefin var fyrir dómi segir að planið hafi verið til vandræða um árabil, en veturinn 2013-2014 hafi verið óvenju erfiður hvað hálku varðaði. Þó nokkrir skjólstæðingar heilsugæslunnar og einn starfsmaður hennar hefðu flogið á hausinn á planinu um veturinn. Ekki hafði bílaplanið verið saltað umræddan laugardag. „Þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir til Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins um að gripið yrði til aðgerða gegn hálku á planinu fyrir utan heilsugæsluna, t.d. með því að hitaleggja planið, hafi ekkert verið gert í þeim málum og virðist ekki líta út fyrir að slíkt verði gert. Þegar hálka hafi verið á planinu hafi þurft að hafa samband við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins sem sent hafi starfsmenn til að sanda planið þegar þeir hafi komist í það.“ segir í yfirlýsingu konunnar fyrir dómi.Hefði átt að vera kunnugt um hálkunaÍ rökstuðningi héraðsdóms fyrir sýknunni er tekið fram að umrætt slys hafi átt sér stað utan hefðbundins opnunartíma heilsugæslustöðvarinnar. Atvikið hafi átt sér stað á laugardegi en ekki hafi mátt reikna með að planið væri saltað þá. Þá benti dómurinn einnig á að konunni ætti að vera vel kunnugt um hálkuna sem myndast gæti á bílaplaninu. Taldi dómurinn að slys konunnar yrði rakið til óhappatilviljunnar eða gáleysis hennar sjálfrar. Vísir fjallaði fyrir skemmstu um mál konu sem hlaut varanlegt líkamstjón eftir að hafa runnið í hálku fyrir utan leikskóla dóttur sinnar. Í því máli var Hafnarfjarðarbær látinn bera skaðabótaábyrgð á líkamstjóni konunnar. Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Kona sem slasaðist í hálku fyrir utan vinnustað sinn fær ekki bætur. Þetta var niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur sem sýknaði íslenska ríkið í máli sem konan höfðaði á hendur þess. Konan var á leið frá vinnu sinni laugardaginn 25. janúar 2014 þegar slysið átti sér stað. Var hún í fríi fyrrnefndan dag en þurfti að koma við í vinnunni til að klára ákveðið verkefni.Þó nokkrir slasast á bílaplaninuUm aðstæður á vettvangi þegar slysið átti sér stað sagði konan að mikil hálka hafi verið á bílaplaninu og hafi hún runnið til þegar hún var við það að setjast inn í bíl. Afleiðingar líkamstjóns hennar eru varanlegar. Í yfirlýsingu hennar sem gefin var fyrir dómi segir að planið hafi verið til vandræða um árabil, en veturinn 2013-2014 hafi verið óvenju erfiður hvað hálku varðaði. Þó nokkrir skjólstæðingar heilsugæslunnar og einn starfsmaður hennar hefðu flogið á hausinn á planinu um veturinn. Ekki hafði bílaplanið verið saltað umræddan laugardag. „Þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir til Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins um að gripið yrði til aðgerða gegn hálku á planinu fyrir utan heilsugæsluna, t.d. með því að hitaleggja planið, hafi ekkert verið gert í þeim málum og virðist ekki líta út fyrir að slíkt verði gert. Þegar hálka hafi verið á planinu hafi þurft að hafa samband við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins sem sent hafi starfsmenn til að sanda planið þegar þeir hafi komist í það.“ segir í yfirlýsingu konunnar fyrir dómi.Hefði átt að vera kunnugt um hálkunaÍ rökstuðningi héraðsdóms fyrir sýknunni er tekið fram að umrætt slys hafi átt sér stað utan hefðbundins opnunartíma heilsugæslustöðvarinnar. Atvikið hafi átt sér stað á laugardegi en ekki hafi mátt reikna með að planið væri saltað þá. Þá benti dómurinn einnig á að konunni ætti að vera vel kunnugt um hálkuna sem myndast gæti á bílaplaninu. Taldi dómurinn að slys konunnar yrði rakið til óhappatilviljunnar eða gáleysis hennar sjálfrar. Vísir fjallaði fyrir skemmstu um mál konu sem hlaut varanlegt líkamstjón eftir að hafa runnið í hálku fyrir utan leikskóla dóttur sinnar. Í því máli var Hafnarfjarðarbær látinn bera skaðabótaábyrgð á líkamstjóni konunnar.
Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira