Hlaut varanlegt líkamstjón eftir að hafa runnið í hálku fyrir utan leikskóla dóttur sinnar Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 22. apríl 2016 23:54 Fljúgandi hálka myndast þegar rignir á svellalög og bunka. Vísir/Stefán Hafnarfjarðarbær ber skaðabótaábyrgð á líkamstjóni móður á þrítugsaldri sem féll í hálku fyrir utan leikskóla dóttur sinnar. Þetta kemur fram í dómi Héraðsdóms Reykjaness nú í apríl. Taldi dómurinn sýnt að starfsmenn leikskólans hefðu sýnt af sér saknæma háttsemi með því að láta hjá líða að setja sand á hálkusvellið fyrir utan leikskólann áður en foreldrar kæmu til leikskólans með börn sín. Konan rann á hálkubletti fyrir utan leikskólann í febrúar árið 2014 með þeim afleiðingum að hún skall á svellið og hlaut áverka á höfði og baki. Hún sagði fyrir dómi að hún hefði verið í góðum kuldaskóm og meðvitað farið varlega vegna þess að hún var á þessum tíma ólétt, komin 21 viku á leið. Eftir fallið leitaði hún á heilsugæslu Hafnarfjarðar þar sem henni var ráðlagt að taka sér hlé frá vinnu vegna heilahristings. Talið var að konan hefði sýnt fram á að afleiðingar slyssins hefðu haft varanlega áhrif á hana. Bæklunarlæknir var fenginn til að meta læknisfræðilega örorku konunnar og sagði hann hana búa við viðvarandi eymsli frá vinstra spjaldlið, vinstra mjaðmasvæði auk eymsla efst í hálsi og við hnakkafestur sem ekki megi rekja til fyrri slysa. Konan hafði nokkrum árum áður lent í bílslysi auk þess sem hún hafði lent í vinnuslysi fyrir það sem olli því að hún fékk hnykk á mjóbakið. Bæklunarlæknirinn mat örorkustig hennar 8. Þegar slysið varð hafði í nokkra daga gengið á með frosti og rigningu á víxl að því er segir í dóminum. Starfsmenn leikskólans lýst því svo að sandur, sem borinn var á daginn áður, hafi runnið af klakanum seinni part þess dags þegar hlánaði og fór að rigna. Sjö starfsmenn vinna á leikskólanum sem er opnaður kl. 7:30. Þá er einn starfsmaður mættur til vinnu til að taka á móti börnum sem mæta á þeim tíma en aðrir starfsmenn koma til vinnu kl. 8:00. Venjan var að einn þeirra færi út og sandaði ef þörf var á. „Gera verður þá kröfu að þeir sem eiga leið í leikskólann með börn sín geti komist klakklaust um á lóð skólans án þess að eiga það á hættu að falla í hálku. Er sérstaklega brýnt að hálkuvörnum sé sinnt þegar veðurfar og göngufæri er með þeim hætti sem að framan er lýst. Leikskólastjóra bar því að gera nauðsynlegar og eðlilegar ráðstafanir til þess að tryggja öryggi þeirra sem ganga um lóð skólans og sjá til þess að þar væri hálku eytt í tæka tíð áður en foreldrar komu með börn sín í leikskólann,“ segir í dóminum. „Það verður talið til gáleysis að slík hálkueyðing hafði ekki farið fram þennan morgun er stefnandi slasaðist á lóð skólans fyrir framan umræddan trépall og ber stefndi Hafnarfjarðarbær ábyrgð á því og þess vegna skaðabótaábyrgð á líkamstjóni stefnanda vegna slyssins.“ Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Hafnarfjarðarbær ber skaðabótaábyrgð á líkamstjóni móður á þrítugsaldri sem féll í hálku fyrir utan leikskóla dóttur sinnar. Þetta kemur fram í dómi Héraðsdóms Reykjaness nú í apríl. Taldi dómurinn sýnt að starfsmenn leikskólans hefðu sýnt af sér saknæma háttsemi með því að láta hjá líða að setja sand á hálkusvellið fyrir utan leikskólann áður en foreldrar kæmu til leikskólans með börn sín. Konan rann á hálkubletti fyrir utan leikskólann í febrúar árið 2014 með þeim afleiðingum að hún skall á svellið og hlaut áverka á höfði og baki. Hún sagði fyrir dómi að hún hefði verið í góðum kuldaskóm og meðvitað farið varlega vegna þess að hún var á þessum tíma ólétt, komin 21 viku á leið. Eftir fallið leitaði hún á heilsugæslu Hafnarfjarðar þar sem henni var ráðlagt að taka sér hlé frá vinnu vegna heilahristings. Talið var að konan hefði sýnt fram á að afleiðingar slyssins hefðu haft varanlega áhrif á hana. Bæklunarlæknir var fenginn til að meta læknisfræðilega örorku konunnar og sagði hann hana búa við viðvarandi eymsli frá vinstra spjaldlið, vinstra mjaðmasvæði auk eymsla efst í hálsi og við hnakkafestur sem ekki megi rekja til fyrri slysa. Konan hafði nokkrum árum áður lent í bílslysi auk þess sem hún hafði lent í vinnuslysi fyrir það sem olli því að hún fékk hnykk á mjóbakið. Bæklunarlæknirinn mat örorkustig hennar 8. Þegar slysið varð hafði í nokkra daga gengið á með frosti og rigningu á víxl að því er segir í dóminum. Starfsmenn leikskólans lýst því svo að sandur, sem borinn var á daginn áður, hafi runnið af klakanum seinni part þess dags þegar hlánaði og fór að rigna. Sjö starfsmenn vinna á leikskólanum sem er opnaður kl. 7:30. Þá er einn starfsmaður mættur til vinnu til að taka á móti börnum sem mæta á þeim tíma en aðrir starfsmenn koma til vinnu kl. 8:00. Venjan var að einn þeirra færi út og sandaði ef þörf var á. „Gera verður þá kröfu að þeir sem eiga leið í leikskólann með börn sín geti komist klakklaust um á lóð skólans án þess að eiga það á hættu að falla í hálku. Er sérstaklega brýnt að hálkuvörnum sé sinnt þegar veðurfar og göngufæri er með þeim hætti sem að framan er lýst. Leikskólastjóra bar því að gera nauðsynlegar og eðlilegar ráðstafanir til þess að tryggja öryggi þeirra sem ganga um lóð skólans og sjá til þess að þar væri hálku eytt í tæka tíð áður en foreldrar komu með börn sín í leikskólann,“ segir í dóminum. „Það verður talið til gáleysis að slík hálkueyðing hafði ekki farið fram þennan morgun er stefnandi slasaðist á lóð skólans fyrir framan umræddan trépall og ber stefndi Hafnarfjarðarbær ábyrgð á því og þess vegna skaðabótaábyrgð á líkamstjóni stefnanda vegna slyssins.“
Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira