Beina sjónum að sjálfsskaða kvenna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. september 2016 17:04 Úr nýju myndbandi Út með'a sem fjallar um sjálfsskaða kvenna. mynd/m.flóvent Fyrir helgi var ný vefsíða sett í loftið undir merkjum Út með‘a en verkefninu er ætlað að stuðla að bættri geðheilsu almennings og þá sérstaklega á meðal ungs fólks. Í ár beinist verkefnið að sjálfsskaða kvenna, sem er vaxandi vandamál, og hefur Tjarnargatan unnið nýtt myndband sem fjallar um sjálfsskaða en það má sjá á heimasíðu Út með‘a. Myndbandinu er ætlað að vekja athygli á því að öll burðumst við með einhvers konar farangur í gegnum lífið og besta leiðin til að losna við farangurinn er að ræða vandamálin. Myndbandið býður áhorfendum upp á að hafa bein áhrif og geta þeir fjarlægt farangur leikara með því að draga línu. Árlega leita á milli 500 til 600 einstaklingar hér á landi til heilsugæslu eða sjúkrahúsa vegna sjálfsskaða, en ungar konur eru í meirihluta þeirra sem leggjast inn á spítala vegna sjálfsskaða. Samkvæmt upplýsingum á vefsíðu Út með‘a búa um 50 þúsund manns á Íslandi á aldrinum 14-24 ára en rannsóknir hafa sýnt fram á að 10 prósent ungmenna hafa skaðað sig eða reynt sjálfsvíg, og enn fleiri íhugað það. „Þetta þýðir að um 5.000 ungmenni á Íslandi eru að skaða sig eða hafa skaðað sig eða reynt sjálfsvíg. Fullorðnir einstaklingar sem hafa skaðað sig eru 100 sinnum líklegri en aðrir til þess að fremja sjálfsvíg,“ segir á vefsíðunni en þar má nálgast ítarlegri upplýsingar bæði um sjálfsskaða og sjálfsvíg.Þá má lesa hér viðtal við framkvæmdastjóra Geðhjálpar í Fréttablaðinu síðastliðinn föstudag þar sem hún ræðir Út með‘a og sjálfsskaða ungra kvenna. Tengdar fréttir Ungar konur líklegri til að skaða sig en aðrir Geðhjálp opnar í dag vefsíðu og frumsýnir gagnvirkt myndband um sjálfsskaða. Anna Gunnhildur Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, hefur háleitar hugmyndir fyrir félagið. 9. september 2016 11:00 Mest lesið Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Sjá meira
Fyrir helgi var ný vefsíða sett í loftið undir merkjum Út með‘a en verkefninu er ætlað að stuðla að bættri geðheilsu almennings og þá sérstaklega á meðal ungs fólks. Í ár beinist verkefnið að sjálfsskaða kvenna, sem er vaxandi vandamál, og hefur Tjarnargatan unnið nýtt myndband sem fjallar um sjálfsskaða en það má sjá á heimasíðu Út með‘a. Myndbandinu er ætlað að vekja athygli á því að öll burðumst við með einhvers konar farangur í gegnum lífið og besta leiðin til að losna við farangurinn er að ræða vandamálin. Myndbandið býður áhorfendum upp á að hafa bein áhrif og geta þeir fjarlægt farangur leikara með því að draga línu. Árlega leita á milli 500 til 600 einstaklingar hér á landi til heilsugæslu eða sjúkrahúsa vegna sjálfsskaða, en ungar konur eru í meirihluta þeirra sem leggjast inn á spítala vegna sjálfsskaða. Samkvæmt upplýsingum á vefsíðu Út með‘a búa um 50 þúsund manns á Íslandi á aldrinum 14-24 ára en rannsóknir hafa sýnt fram á að 10 prósent ungmenna hafa skaðað sig eða reynt sjálfsvíg, og enn fleiri íhugað það. „Þetta þýðir að um 5.000 ungmenni á Íslandi eru að skaða sig eða hafa skaðað sig eða reynt sjálfsvíg. Fullorðnir einstaklingar sem hafa skaðað sig eru 100 sinnum líklegri en aðrir til þess að fremja sjálfsvíg,“ segir á vefsíðunni en þar má nálgast ítarlegri upplýsingar bæði um sjálfsskaða og sjálfsvíg.Þá má lesa hér viðtal við framkvæmdastjóra Geðhjálpar í Fréttablaðinu síðastliðinn föstudag þar sem hún ræðir Út með‘a og sjálfsskaða ungra kvenna.
Tengdar fréttir Ungar konur líklegri til að skaða sig en aðrir Geðhjálp opnar í dag vefsíðu og frumsýnir gagnvirkt myndband um sjálfsskaða. Anna Gunnhildur Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, hefur háleitar hugmyndir fyrir félagið. 9. september 2016 11:00 Mest lesið Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Sjá meira
Ungar konur líklegri til að skaða sig en aðrir Geðhjálp opnar í dag vefsíðu og frumsýnir gagnvirkt myndband um sjálfsskaða. Anna Gunnhildur Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, hefur háleitar hugmyndir fyrir félagið. 9. september 2016 11:00