Brot barnanna ákall á hjálp Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 3. september 2016 13:00 Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur hefur rannsakað bakgrunn þeirra sem eru vistaðir í fangelsi. Fréttablaðið/Valgarður Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur tekur undir með Herði Jóhannessyni sem segir í helgarviðtali Fréttablaðsins í dag að afbrot ungmenna verði aldrei leyst eingöngu með refsingum. „Upptökuheimili ungmenna heyra nú nánast sögunni til og hertar refsingar hvorki fækka brotum né skila ungmennum á farsælan hátt út í samfélagið að nýju. Brot barnanna eru oft einsog ákall á athygli og hjálp enda er þessi hópur yfirleitt afskiptur og vanræktur,“ segir Helgi og segir miklu skipta að vinna með síbrotaunglingum í þeirra nánasta umhverfi. „Í tengslum við bakland þeirra sem yfirleitt er veikt,“ bendir Helgi á og segir margvíslega örðugleika eins og ofvirkni eða lesblindu koma iðulega í ljós og taka verði á þeim um leið og stuðningur við fjölskylduna er efldur.Hækkun sakhæfisaldurs Tíð búsetuskipti einkenni oft síbrotaunglinga með tilheyrandi rofi á félagstengslum. „Við ættum alvarlega að íhuga hækkun sakhæfisaldurs í 18 ár við endurskoðun kerfisins. Ákærumeðferð barns ýtir jafnvel undir ný brot eins og rannsóknir hafa sýnt og spurning hvort önnur úrræði eigi ekki að vera meira ráðandi. Sáttamiðlun milli gerenda og þolenda gæti í þessu samhengi skipað hærri sess í málefnum ungmenna. Að ungmennum á glapstigum sé gerð grein fyrir afleiðingum brota sinna fyrir þolendur og samfélagið allt um leið og þau fá tækifæri til að bæta fyrir brotið og sjá raunhæfa möguleika að tengjast því á uppbyggilegan hátt í framtíðinni.“Fortíðin blóraböggull Hörður nefnir að þeir sem nái aldrei að snúa við blaðinu séu þeir sem ná ekki að sættast við bernskuna. Helgi segir rannsóknir sínar í fangelsum hafi leitt í ljós að margir síbrotamanna beri þungar klyfjar úr bernsku sem þeir telji rótina að vanda sínum. „Umkomuleysi, vanræksla og ofbeldi í bland við mikla óreglu á æskuheimilinu eru algeng stef. Um leið og þeir fá aðstoð til að takast á við þennan bagga úr æsku sinni til að lifa í sátt við hann verða þeir einnig að átta sig á að fortíðin má aldrei verða blóraböggull eða réttlæting á nýjum brotum. Ábyrgðarkennd á eigin lífi verður að rækta og efla,“ segir Helgi.Brýnt að efla menntun Hörður segir lögreglu í góðri aðstöðu til að beita sér og Helgi tekur undir það og einnig þá afstöðu Harðar að stundum þurfi afskiptin ekki að vera mikil af hálfu lögreglu til að beina börnum á réttar brautir. „Nærvera lögreglu er mikilvæg þegar hlutir fara úr böndum til að skakka leikinn, t.d. á heimilinu eða þegar brotið er á borgaranum. Brýnt er að menntun lögregluþjóna verði efld og flutningur námsins á háskólastig er jákvæður til að gera lögreglunni betur kleift að takast á við erfið og viðkvæm mál í návígi. Fleiri aðilar verða þó að koma að málinu og skiptir miklu að samstarf við ólíka aðila einsog félagsþjónustu og barnavernd sé heildstætt og markvisst í framhaldinu þegar börn undir 18 ára eiga í hlut. Mikil afskipti réttarvörsluaðila af börnum í vanda eru ekki alltaf heppileg,“ segir Helgi. Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Lífið Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Lífið Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Lífið Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Lífið Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Lífið Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Lífið „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Lífið Batinn kom úr ólíklegri átt - Fegrunarmeðferð varð lykillinn að bættri heilsu Lífið samstarf „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Fleiri fréttir Týndu tvífararnir sameinaðir á ný Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Sjá meira
Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur tekur undir með Herði Jóhannessyni sem segir í helgarviðtali Fréttablaðsins í dag að afbrot ungmenna verði aldrei leyst eingöngu með refsingum. „Upptökuheimili ungmenna heyra nú nánast sögunni til og hertar refsingar hvorki fækka brotum né skila ungmennum á farsælan hátt út í samfélagið að nýju. Brot barnanna eru oft einsog ákall á athygli og hjálp enda er þessi hópur yfirleitt afskiptur og vanræktur,“ segir Helgi og segir miklu skipta að vinna með síbrotaunglingum í þeirra nánasta umhverfi. „Í tengslum við bakland þeirra sem yfirleitt er veikt,“ bendir Helgi á og segir margvíslega örðugleika eins og ofvirkni eða lesblindu koma iðulega í ljós og taka verði á þeim um leið og stuðningur við fjölskylduna er efldur.Hækkun sakhæfisaldurs Tíð búsetuskipti einkenni oft síbrotaunglinga með tilheyrandi rofi á félagstengslum. „Við ættum alvarlega að íhuga hækkun sakhæfisaldurs í 18 ár við endurskoðun kerfisins. Ákærumeðferð barns ýtir jafnvel undir ný brot eins og rannsóknir hafa sýnt og spurning hvort önnur úrræði eigi ekki að vera meira ráðandi. Sáttamiðlun milli gerenda og þolenda gæti í þessu samhengi skipað hærri sess í málefnum ungmenna. Að ungmennum á glapstigum sé gerð grein fyrir afleiðingum brota sinna fyrir þolendur og samfélagið allt um leið og þau fá tækifæri til að bæta fyrir brotið og sjá raunhæfa möguleika að tengjast því á uppbyggilegan hátt í framtíðinni.“Fortíðin blóraböggull Hörður nefnir að þeir sem nái aldrei að snúa við blaðinu séu þeir sem ná ekki að sættast við bernskuna. Helgi segir rannsóknir sínar í fangelsum hafi leitt í ljós að margir síbrotamanna beri þungar klyfjar úr bernsku sem þeir telji rótina að vanda sínum. „Umkomuleysi, vanræksla og ofbeldi í bland við mikla óreglu á æskuheimilinu eru algeng stef. Um leið og þeir fá aðstoð til að takast á við þennan bagga úr æsku sinni til að lifa í sátt við hann verða þeir einnig að átta sig á að fortíðin má aldrei verða blóraböggull eða réttlæting á nýjum brotum. Ábyrgðarkennd á eigin lífi verður að rækta og efla,“ segir Helgi.Brýnt að efla menntun Hörður segir lögreglu í góðri aðstöðu til að beita sér og Helgi tekur undir það og einnig þá afstöðu Harðar að stundum þurfi afskiptin ekki að vera mikil af hálfu lögreglu til að beina börnum á réttar brautir. „Nærvera lögreglu er mikilvæg þegar hlutir fara úr böndum til að skakka leikinn, t.d. á heimilinu eða þegar brotið er á borgaranum. Brýnt er að menntun lögregluþjóna verði efld og flutningur námsins á háskólastig er jákvæður til að gera lögreglunni betur kleift að takast á við erfið og viðkvæm mál í návígi. Fleiri aðilar verða þó að koma að málinu og skiptir miklu að samstarf við ólíka aðila einsog félagsþjónustu og barnavernd sé heildstætt og markvisst í framhaldinu þegar börn undir 18 ára eiga í hlut. Mikil afskipti réttarvörsluaðila af börnum í vanda eru ekki alltaf heppileg,“ segir Helgi.
Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Lífið Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Lífið Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Lífið Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Lífið Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Lífið Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Lífið „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Lífið Batinn kom úr ólíklegri átt - Fegrunarmeðferð varð lykillinn að bættri heilsu Lífið samstarf „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Fleiri fréttir Týndu tvífararnir sameinaðir á ný Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Sjá meira