„Enginn er merkilegri en næsti maður“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. september 2016 12:24 Björk á tónleikum í Brooklyn á seinasta ári. vísir/getty Tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir sat fyrir svörum á vefnum Reddit í gær. Tilefnið var nýleg opnun á sýndarveruleikasýningu Bjarkar í Somerset í London og tveir tónleikar hennar í sömu borg nú síðar í september, annars vegar í Royal Albert Hall og hins vegar í Hammersmith Appollo en uppselt er á báða tónleikana. Spurningunum rigndi yfir söngkonuna í gær og svaraði hún mörgum þeirra en náði þó ekki að svara öllum, kannski skiljanlega. Einn notandi á Reddit segir frá því að hann hafi setið við hliðina á Björk, syni hennar Sindra og kærustunni hans á veitingastað í miðbæ Reykjavíkur. Hann segist hafa verið hissa á að enginn var að „bögga“ söngkonuna. Hann spurði Björk hvort að fólk léti hana almennt í friði þegar hún er á Íslandi og væri ekki eins mikið að biðja hann um sjálfsmyndir og eiginhandaáritanir eins og þegar hún er erlendis. Björk þakkaði honum fyrir að hafa látið sig í friði á veitingastaðnum. Hún útskýrði síðan að hér á landi væri fólk ekki sett í sérstaka virðingarröð eftir því hver á í hlut: „Enginn er merkilegri en næsti maður svo að þess vegna eru eiginhandaráritanir pínu kjánalegar. Hérna snýst þetta um sjálfsvirðingu, ef þú vilt eiginhandaráritun skaltu búa hana til sjálfur lol.“ Þá var Björk einnig spurð að því í hvað hún sæki innblástur fyrir tónlistarsköpun sína. Hún sagðist telja að sköpun búi í okkur öllum en eðli sköpunarinnar væri dálítið prakkaralegt og það væri stundum erfitt að henda reiður á henni. „Kannski er galdurinn að þvinga ekki neitt fram og setja það upp við einhvern vegg og vilja hafa það á sérstökum stað. Maður ætti miklu frekar að þefa sköpunina uppi og finna hvert hún hefur farið í þetta skiptið. Kannski er hún í sósuuppskriftum, leikritum, pappamassagerð með litla frænda, í nýjum gönguleiðum eða einfaldlega í því að reyna að fatta húmor einhvers í fjölskyldunni,“ sagði Björk. Tónlistarkonan var einnig spurð að því hvort hún trúi á líf eftir dauðann. Svaraði hún játandi og sagðist ætla að elda þar.Þráðinn á Reddit má sjá í heild sinni hér.Uppfært klukkan 14:08: Fyrirsögn fréttarinnar var breytt sem og tilvitnun í Björk vegna villu í þýðingu. Björk Mest lesið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Bíó og sjónvarp Tvö ár í stofufangelsi Lífið Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Lífið „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Lífið Fleiri fréttir Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Sjá meira
Tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir sat fyrir svörum á vefnum Reddit í gær. Tilefnið var nýleg opnun á sýndarveruleikasýningu Bjarkar í Somerset í London og tveir tónleikar hennar í sömu borg nú síðar í september, annars vegar í Royal Albert Hall og hins vegar í Hammersmith Appollo en uppselt er á báða tónleikana. Spurningunum rigndi yfir söngkonuna í gær og svaraði hún mörgum þeirra en náði þó ekki að svara öllum, kannski skiljanlega. Einn notandi á Reddit segir frá því að hann hafi setið við hliðina á Björk, syni hennar Sindra og kærustunni hans á veitingastað í miðbæ Reykjavíkur. Hann segist hafa verið hissa á að enginn var að „bögga“ söngkonuna. Hann spurði Björk hvort að fólk léti hana almennt í friði þegar hún er á Íslandi og væri ekki eins mikið að biðja hann um sjálfsmyndir og eiginhandaáritanir eins og þegar hún er erlendis. Björk þakkaði honum fyrir að hafa látið sig í friði á veitingastaðnum. Hún útskýrði síðan að hér á landi væri fólk ekki sett í sérstaka virðingarröð eftir því hver á í hlut: „Enginn er merkilegri en næsti maður svo að þess vegna eru eiginhandaráritanir pínu kjánalegar. Hérna snýst þetta um sjálfsvirðingu, ef þú vilt eiginhandaráritun skaltu búa hana til sjálfur lol.“ Þá var Björk einnig spurð að því í hvað hún sæki innblástur fyrir tónlistarsköpun sína. Hún sagðist telja að sköpun búi í okkur öllum en eðli sköpunarinnar væri dálítið prakkaralegt og það væri stundum erfitt að henda reiður á henni. „Kannski er galdurinn að þvinga ekki neitt fram og setja það upp við einhvern vegg og vilja hafa það á sérstökum stað. Maður ætti miklu frekar að þefa sköpunina uppi og finna hvert hún hefur farið í þetta skiptið. Kannski er hún í sósuuppskriftum, leikritum, pappamassagerð með litla frænda, í nýjum gönguleiðum eða einfaldlega í því að reyna að fatta húmor einhvers í fjölskyldunni,“ sagði Björk. Tónlistarkonan var einnig spurð að því hvort hún trúi á líf eftir dauðann. Svaraði hún játandi og sagðist ætla að elda þar.Þráðinn á Reddit má sjá í heild sinni hér.Uppfært klukkan 14:08: Fyrirsögn fréttarinnar var breytt sem og tilvitnun í Björk vegna villu í þýðingu.
Björk Mest lesið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Bíó og sjónvarp Tvö ár í stofufangelsi Lífið Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Lífið „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Lífið Fleiri fréttir Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Sjá meira