Umfjöllun: Tveggja marka tap í Caen 6. september 2016 18:30 Elías Már Ómarsson í leiknum í Frakklandi. mynd/ksí Íslaenska landsliðið í knattspyrnu skipað leikmönnum 21 árs og yngri tapaði 2-0 gegn Frakklandi í undankeppni EM U21-liða, en leikið var í Caen í dag. Corentin Tolisso skoraði bæði mörk Frakklands, en mörkin komu í sitthvorum hálfleiknum. Ísland átti í miklum erfiðleikum í leiknum og voru úrslitin sanngjörn. Frakkarnir byrjuðu betur og Rúnar Alex Rúnarsson, markvörður Íslands, varði vel frá stórstjörnunni frá PSG, Adrien Rabiot, á sjöttu mínútu. Rúnar Alex kom engum vörnum við fimm mínútum síðar þegar Corentin Tolisso batt endahnút á hraða skyndisókn Frakka sem kom eftir innkast Íslands á vallarhelmingi Frakklands. Slysalegt. Eftir markið þjörmuðu Frakkarnir að íslenska liðinu, en náðu ekki að koma inn marki og staðan var því 1-0, Frökkum í vil, þegar liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik. Í síðari hálfleik héldu Frakkarnir áfram að þjarma að marki Íslands og á 62. mínútu skoraði Tolisso annað mark sitt og annað mark Frakka með skalla eftir undirbúning Rabiot. Skömmu síðar fékk Ísland sitt langbesta færi í leiknum þegar Aron Elís Þrándarson fékk gott skotfæri af vítateignum, en skotið fór naumlega framhjá. Eftir það fjaraði leikurinn dálítið út, en Ísland fékk fínt færi þegar varamennirnir Albert Guðmundsson og Óttar Magnús Karlsson áttu laglegt samspil áður en Albert lagði boltann í hliðarnetið úr þröngu færi. Heimamenn hefðu hæglega getað bætt við fleiri mörkum, en Rúnar Alex átti góðan leik í íslenska markinu og varði meðal annars tvisvar mjög vel. Lokatölur 2-0. Ísland er því í þriðja sæti riðilsins eftir átta leiki með 15 stig. Frakkarnir eru í öðru sætinu með 17 stig eftir níu leiki, en Makedónía er á toppnum með 18 stig eftir níu leiki. Lokaleikir Íslands í riðlinum eru í október, en fimmta október þá mæta þeir Skotlandi og áttunda október mæta þeir Úkraínu. Báðir leikirnir verða leiknir á Íslandi, en með sigri í þeim báðum tryggir Ísland sér sæti á Evrópumótinu í Póllandi næsta sumar. Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Fleiri fréttir Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Sjá meira
Íslaenska landsliðið í knattspyrnu skipað leikmönnum 21 árs og yngri tapaði 2-0 gegn Frakklandi í undankeppni EM U21-liða, en leikið var í Caen í dag. Corentin Tolisso skoraði bæði mörk Frakklands, en mörkin komu í sitthvorum hálfleiknum. Ísland átti í miklum erfiðleikum í leiknum og voru úrslitin sanngjörn. Frakkarnir byrjuðu betur og Rúnar Alex Rúnarsson, markvörður Íslands, varði vel frá stórstjörnunni frá PSG, Adrien Rabiot, á sjöttu mínútu. Rúnar Alex kom engum vörnum við fimm mínútum síðar þegar Corentin Tolisso batt endahnút á hraða skyndisókn Frakka sem kom eftir innkast Íslands á vallarhelmingi Frakklands. Slysalegt. Eftir markið þjörmuðu Frakkarnir að íslenska liðinu, en náðu ekki að koma inn marki og staðan var því 1-0, Frökkum í vil, þegar liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik. Í síðari hálfleik héldu Frakkarnir áfram að þjarma að marki Íslands og á 62. mínútu skoraði Tolisso annað mark sitt og annað mark Frakka með skalla eftir undirbúning Rabiot. Skömmu síðar fékk Ísland sitt langbesta færi í leiknum þegar Aron Elís Þrándarson fékk gott skotfæri af vítateignum, en skotið fór naumlega framhjá. Eftir það fjaraði leikurinn dálítið út, en Ísland fékk fínt færi þegar varamennirnir Albert Guðmundsson og Óttar Magnús Karlsson áttu laglegt samspil áður en Albert lagði boltann í hliðarnetið úr þröngu færi. Heimamenn hefðu hæglega getað bætt við fleiri mörkum, en Rúnar Alex átti góðan leik í íslenska markinu og varði meðal annars tvisvar mjög vel. Lokatölur 2-0. Ísland er því í þriðja sæti riðilsins eftir átta leiki með 15 stig. Frakkarnir eru í öðru sætinu með 17 stig eftir níu leiki, en Makedónía er á toppnum með 18 stig eftir níu leiki. Lokaleikir Íslands í riðlinum eru í október, en fimmta október þá mæta þeir Skotlandi og áttunda október mæta þeir Úkraínu. Báðir leikirnir verða leiknir á Íslandi, en með sigri í þeim báðum tryggir Ísland sér sæti á Evrópumótinu í Póllandi næsta sumar.
Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Fleiri fréttir Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Sjá meira