Sýningin er óður til Skólavörðuholtsins Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 25. ágúst 2016 10:15 Þær unnu handritið að sýningunni saman, Auður Haralds rithöfundur og Magnea Björk leikstjóri. Vísir/Hanna Við ferðumst bæði í tíma og rúmi og kynnumst ýmsum leynistöðum í gamla Austurbænum,“ segir Magnea Björk Valdimarsdóttir leikstjóri um sýninguna Ef þú bara vissir. Viðburðurinn er undir hennar stjórn og er hennar hugarfóstur en Auður Haralds rithöfundur skrifaði textann með henni. Sýningin er liður í hátíðinni Everybody’s Spectacular sem fram fer í borginni þessa dagana. Fjöldi fólks kemur fram í Ef þú bara vissir. Þar eru leikarar, tónlistarfólk, myndlistarfólk, dansarar, rithöfundar, eldri borgarar og börn og fólk á aldrinum þar á milli, alls um 50 manns. Undirtitillinn er Afslappað tímaflakk um Austurbæinn og Magnea Björk segir um óð til Skólavörðuholtsins að ræða en gefur samt ekkert upp um efni verksins. „Sýningin byrjar heima hjá mér á Vitastíg 14. Áhorfendur mæta þangað, klæddir eftir veðri, og það eina sem þeir vita er að þeir eru að fara í ferðalag, en þó ekki erfiða göngu,“ segir hún íbyggin. Hún telur upp tónlistarmennina Sigurð Guðmundsson og Benna Hemm Hemm, leikkonurnar Birgittu Birgisdóttur og Margréti Guðmundsdóttur og dansarann Natöshu Monay Royal sem dæmi um þátttakendur í viðburðinum sem tekur um það bil klukkutíma. Magnea Björk er menntuð leikkona og var að flytja heim frá Marseille í Frakklandi þar sem hún var að ljúka námi í kvikmyndagerð. Hún vann um tíma sem sjálfboðaliði á eyjunni Lesbos í vetur, við að aðstoða flóttafólk og gerði stutta heimildarmynd um þá reynslu eftir að hún sneri aftur í skólann. Einnig hefur hún unnið að gerð heimildarmynda um fólkið í miðbænum og segir þessa sýningu nokkurs konar framhald af þeim. „Ég bjó í mjög sjarmerandi hverfi í Marseille. Þar er bílaumferð lítil en þess meiri saga og ég var búin að tengjast íbúunum vel. Þar hafði ég hugsað mér að setja upp svipað verk og þetta. En ég hef starfað sem leiklistarkennari barna hér í mínu hverfi í Reykjavík og kynnst fólki gegnum það, líka gert heimildarmyndir í þessum bæjarhluta og fann að hér væri ekki síðri efniviður í svona sýningu.“ Nú krossar Magnea Björk fingur og biður um gott veður. „Ég óska helst bæði eftir sól og regni því regnbogi mundi toppa stemninguna,“ segir hún glaðlega. Þrjár sýningar verða á Ef þú bara vissir – afslappað tímaflakk um Austurbæinn – á laugardaginn, 27. ágúst. Sú fyrsta klukkan 12.30, önnur klukkan 14 og klukkan 15.30 er sú síðasta. Ókeypis er á viðburðinn en það verður að panta miða á hann á tickets@spectacular.is Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 25. ágúst 2016. Menning Mest lesið Walking Dead-leikkona látin Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Við ferðumst bæði í tíma og rúmi og kynnumst ýmsum leynistöðum í gamla Austurbænum,“ segir Magnea Björk Valdimarsdóttir leikstjóri um sýninguna Ef þú bara vissir. Viðburðurinn er undir hennar stjórn og er hennar hugarfóstur en Auður Haralds rithöfundur skrifaði textann með henni. Sýningin er liður í hátíðinni Everybody’s Spectacular sem fram fer í borginni þessa dagana. Fjöldi fólks kemur fram í Ef þú bara vissir. Þar eru leikarar, tónlistarfólk, myndlistarfólk, dansarar, rithöfundar, eldri borgarar og börn og fólk á aldrinum þar á milli, alls um 50 manns. Undirtitillinn er Afslappað tímaflakk um Austurbæinn og Magnea Björk segir um óð til Skólavörðuholtsins að ræða en gefur samt ekkert upp um efni verksins. „Sýningin byrjar heima hjá mér á Vitastíg 14. Áhorfendur mæta þangað, klæddir eftir veðri, og það eina sem þeir vita er að þeir eru að fara í ferðalag, en þó ekki erfiða göngu,“ segir hún íbyggin. Hún telur upp tónlistarmennina Sigurð Guðmundsson og Benna Hemm Hemm, leikkonurnar Birgittu Birgisdóttur og Margréti Guðmundsdóttur og dansarann Natöshu Monay Royal sem dæmi um þátttakendur í viðburðinum sem tekur um það bil klukkutíma. Magnea Björk er menntuð leikkona og var að flytja heim frá Marseille í Frakklandi þar sem hún var að ljúka námi í kvikmyndagerð. Hún vann um tíma sem sjálfboðaliði á eyjunni Lesbos í vetur, við að aðstoða flóttafólk og gerði stutta heimildarmynd um þá reynslu eftir að hún sneri aftur í skólann. Einnig hefur hún unnið að gerð heimildarmynda um fólkið í miðbænum og segir þessa sýningu nokkurs konar framhald af þeim. „Ég bjó í mjög sjarmerandi hverfi í Marseille. Þar er bílaumferð lítil en þess meiri saga og ég var búin að tengjast íbúunum vel. Þar hafði ég hugsað mér að setja upp svipað verk og þetta. En ég hef starfað sem leiklistarkennari barna hér í mínu hverfi í Reykjavík og kynnst fólki gegnum það, líka gert heimildarmyndir í þessum bæjarhluta og fann að hér væri ekki síðri efniviður í svona sýningu.“ Nú krossar Magnea Björk fingur og biður um gott veður. „Ég óska helst bæði eftir sól og regni því regnbogi mundi toppa stemninguna,“ segir hún glaðlega. Þrjár sýningar verða á Ef þú bara vissir – afslappað tímaflakk um Austurbæinn – á laugardaginn, 27. ágúst. Sú fyrsta klukkan 12.30, önnur klukkan 14 og klukkan 15.30 er sú síðasta. Ókeypis er á viðburðinn en það verður að panta miða á hann á tickets@spectacular.is Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 25. ágúst 2016.
Menning Mest lesið Walking Dead-leikkona látin Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira