Þótti gott að þekkja konu sem gat gert við lykkjuföll Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 27. ágúst 2016 14:15 Maríanna hlakkar til að fræða fólk um sýninguna Hjáverk kvenna í Kornhúsinu í Árbæjarsafni á morgun. Vísir/Hanna Í Kornhúsinu í Árbæjarsafni er ljósi brugðið á hugmyndaauðgi og atvinnusköpun kvenna á síðustu öld á sýningunni Hjáverk kvenna. Maríanna Traustadóttir, mannfræðingur og jafnréttisfulltrúi ASÍ, verður þar með leiðsögn klukkan 14 á morgun, sunnudaginn 28. ágúst, sem er liður í afmælishátíð Alþýðusambandsins í safninu milli klukkan 13 og 16. „Það sem er svo áhugavert er hvað sýningin ber glögglega vitni um sjálfsbjargarviðleitni kvenna sem voru bundnar inni á heimilunum, oft með mörg börn. Hvað þær voru vel vinnandi og gerðu margt til að drýgja það fé sem þær höfðu milli handanna. Fyrir utan að sauma sjálfar og prjóna fatnað á alla fjölskylduna, þá tóku þær kannski kostgangara, prjónuðu sjóvettlinga, gerðu við nælonsokka eða þvoðu þvotta og saumuðu fyrir aðra,“ segir Maríanna. Hún rifjar upp þegar hún sjálf hafði keypt fyrstu sokkabuxurnar sem henni fannst hræðilega dýrar og varð því eyðilögð þegar lykkjufall kom á þær. „Þá var gott að þekkja konu sem kunni að gera við lykkjuföll.“ Maríanna segir útsaumuð teppi á sýningunni í Kornhúsinu gott dæmi um hagsýni og hagleik kvenna. „Þetta eru þykk og mikil teppi, svokölluð Bretateppi, sem skilin voru eftir í bröggunum. Konurnar notuðu þau sem tjöld milli herbergja, eða borðstofu og stofu, skreyttu þau með útsaumi og gerðu það svo vel að þau eru jafnfalleg báðum megin.“ Maríanna segir verkaskiptingu á heimilum hafa orðið áberandi í kringum aldamótin 1900. „Meðan bændamenningin var ríkjandi bjó fólkið þéttara saman og heimilið og nánasta umhverfi þess var vinnustaður þess en þegar þéttbýlismyndun jókst unnu karlarnir utan heimilis en konurnar innan þess. Þær voru háðar eiginmönnum sínum efnahagslega og urðu oft að afla sér tekna sjálfar með einhverjum hætti, ekki síst ef karlinn var drykkfelldur. Þarna var visst dulið hagkerfi í gangi.“ Það var ekki fyrr en um og eftir 1970 sem konur fóru almennt að vinna úti, að sögn Maríönnu. Þá urðu miklar breytingar í samfélaginu og mörg störf færðust smátt og smátt út af heimilunum. „Nú eru engir kostgangarar lengur,“ bendir hún á, „og ef lykkjufall kemur á sokkabuxurnar þá hendum við þeim.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 27. ágúst 2016. Lífið Menning Mest lesið Walking Dead-leikkona látin Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Í Kornhúsinu í Árbæjarsafni er ljósi brugðið á hugmyndaauðgi og atvinnusköpun kvenna á síðustu öld á sýningunni Hjáverk kvenna. Maríanna Traustadóttir, mannfræðingur og jafnréttisfulltrúi ASÍ, verður þar með leiðsögn klukkan 14 á morgun, sunnudaginn 28. ágúst, sem er liður í afmælishátíð Alþýðusambandsins í safninu milli klukkan 13 og 16. „Það sem er svo áhugavert er hvað sýningin ber glögglega vitni um sjálfsbjargarviðleitni kvenna sem voru bundnar inni á heimilunum, oft með mörg börn. Hvað þær voru vel vinnandi og gerðu margt til að drýgja það fé sem þær höfðu milli handanna. Fyrir utan að sauma sjálfar og prjóna fatnað á alla fjölskylduna, þá tóku þær kannski kostgangara, prjónuðu sjóvettlinga, gerðu við nælonsokka eða þvoðu þvotta og saumuðu fyrir aðra,“ segir Maríanna. Hún rifjar upp þegar hún sjálf hafði keypt fyrstu sokkabuxurnar sem henni fannst hræðilega dýrar og varð því eyðilögð þegar lykkjufall kom á þær. „Þá var gott að þekkja konu sem kunni að gera við lykkjuföll.“ Maríanna segir útsaumuð teppi á sýningunni í Kornhúsinu gott dæmi um hagsýni og hagleik kvenna. „Þetta eru þykk og mikil teppi, svokölluð Bretateppi, sem skilin voru eftir í bröggunum. Konurnar notuðu þau sem tjöld milli herbergja, eða borðstofu og stofu, skreyttu þau með útsaumi og gerðu það svo vel að þau eru jafnfalleg báðum megin.“ Maríanna segir verkaskiptingu á heimilum hafa orðið áberandi í kringum aldamótin 1900. „Meðan bændamenningin var ríkjandi bjó fólkið þéttara saman og heimilið og nánasta umhverfi þess var vinnustaður þess en þegar þéttbýlismyndun jókst unnu karlarnir utan heimilis en konurnar innan þess. Þær voru háðar eiginmönnum sínum efnahagslega og urðu oft að afla sér tekna sjálfar með einhverjum hætti, ekki síst ef karlinn var drykkfelldur. Þarna var visst dulið hagkerfi í gangi.“ Það var ekki fyrr en um og eftir 1970 sem konur fóru almennt að vinna úti, að sögn Maríönnu. Þá urðu miklar breytingar í samfélaginu og mörg störf færðust smátt og smátt út af heimilunum. „Nú eru engir kostgangarar lengur,“ bendir hún á, „og ef lykkjufall kemur á sokkabuxurnar þá hendum við þeim.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 27. ágúst 2016.
Lífið Menning Mest lesið Walking Dead-leikkona látin Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira