Aníta: Fegin að Íslandsmetið sé komið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. ágúst 2016 15:02 Aníta Hinriksdóttir eftir hlaupið í dag. Vísir/Anton Aníta Hinriksdóttir stóð sig mjög vel á sínum fyrstu Ólympíuleikum þótt að hún hafi ekki náð komast í gegnum undankeppni 800 metra hlaupsins á ÓL í Ríó. Aníta kom í mark á 2:00,14 mínútum sem er nýtt Íslandsmet en þetta er í fyrsta sinn í þrjú ár sem Aníta nær að hreyfa við Íslandsmetinu sínu. „Þær voru allar til í að hlaupa hratt í dag," sagði Aníta Hinriksdóttir eftir hlaupið en hún var brosandi þrátt fyrir að vera úr leik. Hún endaði í 20. sæti og hljóp hraðar en sex konur sem tryggðu sér sæti í undanúrslitunum með því að vera í öðru af tveimur efstu sætunum í sínum riðli. Það geta líka allir verið ánægður með að ná sínum besta árangri á Ólympíuleikum og það gerði Aníta með því að slá Íslandsmetið í dag. „Þetta kemur mér aðeins þannig á óvart því ég var búin að skoða síðustu Ólympíuleika og svona. Þá voru þær ekki svona grimmar í fyrsta hlaupi," sagði Aníta. „Þetta var frekar jákvæð reynsla en ekki og ég er fegin að Íslandsmetið sé komið. Ég var aðeins búin að bíða efir því. Ég er búin að vera í formi til þess að ná því en ég þurfti bara að hitta á hlaupið," sagði Aníta. „Reynslan mín frá þessu hlaupi er að ég gerði aðeins taktísk mistök. Ég hefði viljað vera meira með þeim þegar það voru tvö hundruð metrar eftir því þá er maður meira til í að elta þær," sagði Aníta. „Þetta byrjaði mjög hratt og annaðhvort hlaut að vera eitthvað að mér eða að þetta var of hratt. Ég var ánægð með það hvernig ég réð við þessa hröðu byrjun," sagði Aníta.Sjá einnig:Glæsilegt Íslandsmet Anítu dugði ekki til „Ég hefði þurft að finna mér betri stað til að eiga auðveldara með að koma mér inn í þennan fyrsta hóp," sagði Aníta. „Það tekur úr manni að taka svona rykki. Ég var að reyna að forðast þá en var þá kannski aðeins of mikið til baka jafnvel," sagði Aníta. „Bæði gull- og silfurverðlaunahafinn voru með mér í þessu hlaupi og það var gaman að fá að reyna sig með þeim," sagði Aníta en þær Melissa Bishop (silfur á HM 2015) og Maryna Arzamasava (gull á HM 2015) voru í riðli Anítu og náði á endanum tveimur bestu tímunum í undankeppninni. Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Fleiri fréttir Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Sjá meira
Aníta Hinriksdóttir stóð sig mjög vel á sínum fyrstu Ólympíuleikum þótt að hún hafi ekki náð komast í gegnum undankeppni 800 metra hlaupsins á ÓL í Ríó. Aníta kom í mark á 2:00,14 mínútum sem er nýtt Íslandsmet en þetta er í fyrsta sinn í þrjú ár sem Aníta nær að hreyfa við Íslandsmetinu sínu. „Þær voru allar til í að hlaupa hratt í dag," sagði Aníta Hinriksdóttir eftir hlaupið en hún var brosandi þrátt fyrir að vera úr leik. Hún endaði í 20. sæti og hljóp hraðar en sex konur sem tryggðu sér sæti í undanúrslitunum með því að vera í öðru af tveimur efstu sætunum í sínum riðli. Það geta líka allir verið ánægður með að ná sínum besta árangri á Ólympíuleikum og það gerði Aníta með því að slá Íslandsmetið í dag. „Þetta kemur mér aðeins þannig á óvart því ég var búin að skoða síðustu Ólympíuleika og svona. Þá voru þær ekki svona grimmar í fyrsta hlaupi," sagði Aníta. „Þetta var frekar jákvæð reynsla en ekki og ég er fegin að Íslandsmetið sé komið. Ég var aðeins búin að bíða efir því. Ég er búin að vera í formi til þess að ná því en ég þurfti bara að hitta á hlaupið," sagði Aníta. „Reynslan mín frá þessu hlaupi er að ég gerði aðeins taktísk mistök. Ég hefði viljað vera meira með þeim þegar það voru tvö hundruð metrar eftir því þá er maður meira til í að elta þær," sagði Aníta. „Þetta byrjaði mjög hratt og annaðhvort hlaut að vera eitthvað að mér eða að þetta var of hratt. Ég var ánægð með það hvernig ég réð við þessa hröðu byrjun," sagði Aníta.Sjá einnig:Glæsilegt Íslandsmet Anítu dugði ekki til „Ég hefði þurft að finna mér betri stað til að eiga auðveldara með að koma mér inn í þennan fyrsta hóp," sagði Aníta. „Það tekur úr manni að taka svona rykki. Ég var að reyna að forðast þá en var þá kannski aðeins of mikið til baka jafnvel," sagði Aníta. „Bæði gull- og silfurverðlaunahafinn voru með mér í þessu hlaupi og það var gaman að fá að reyna sig með þeim," sagði Aníta en þær Melissa Bishop (silfur á HM 2015) og Maryna Arzamasava (gull á HM 2015) voru í riðli Anítu og náði á endanum tveimur bestu tímunum í undankeppninni.
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Fleiri fréttir Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Sjá meira