Usain Bolt fagnaði gullinu með því að syngja með í Bob Marley lagi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. ágúst 2016 01:51 Usain Bolt fagnar sigri. Vísir/Getty Jamaíkamaðurinn Usain Bolt vann 200 metra hlaup karla á Ólympíuleikunum í Ríó í nótt en þetta eru þriðju Ólympíuleikarnir í röð þar sem hann tekur gullið í þessari grein. Usain Bolt kom í mark á 19,78 sekúndum en hann talaði um það eftir undanúrslitin í gær að hann ætlaði að reyna að bæta heimsmetið sitt frá því á HM í Berlín 2009. Bolt var reyndar langt frá heimsmeti sínu (19.19 sekúndur 2009) og Ólympíumeti (19.30 sekúndur 2008) en sigur hans var öruggur. Hann var ekki alveg sáttur eftir hlaupið því hann ætlaði sér meira en gleymdi þeirri reiði fljótt. Þetta voru önnur gullverðlaun Usain Bolt á Ólympíuleikunum í Ríó og áttundu gullverðlaun hans á Ólympíuleikum. Eins og þegar hann vann 100 metra hlaupið á dögunum á þriðju leikunum í röð varð Bolt í nótt fyrsti maðurinn í sögunni til að vinna 200 metra hlaupið á þremur Ólympíuleikum í röð. Skemmtikrafturinn Usain Bolt kom að sjálfsögðu fram í sigurvímunni þar sem hann söng meðal annars undir með lagi Bob Marley með jamaíska fánann í annarri og þann brasilíska í hinni. Usain Bolt og Bob Marley eru án efa frægustu Jamaíkamennirnir í sögunni og þetta átti því vel við. Nú er bara að klára dæmið í boðhlaupinu og vinna þrjú gullverðlaun á þriðju leikunum í röð. Kanadamaðurinn Andre De Grasse, sem reyndi að vinna Bolt þegar Jamaíkamaðurinn slakaði á í lokin á undanúrslitahlaupinu í gær, varð annar í hlaupinu á 20,02 sekúndum. Frakkinn Christophe Lemaitre fékk síðan bronsið þrátt fyrir að koma á sama tíma í mark og Adam Gemili frá Bretland en þeir hlupu báðir á 20,12 sekúndum. Christophe Lemaitre var sjónarmun á undan.Öruggur sigur.Vísir/GettyUsain Bolt var smá svekktur að slá ekki metið.Vísir/GettyVísir/Getty Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Enski boltinn Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Sport Fleiri fréttir Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Heiðruðu látinn liðsfélaga og rústuðu síðan Raiders Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Ísbjörninn segir að hann myndi klára Jake Paul í þremur lotum Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Frá Klaksvík á Krókinn Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Jón Þór hársbreidd frá HM-gulli Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Ramsey rekinn í sturtu eftir hnefahögg: „Hann hrækti á mig“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Jake Paul mætir Joshua og biður Breta afsökunar fyrir fram Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Sjá meira
Jamaíkamaðurinn Usain Bolt vann 200 metra hlaup karla á Ólympíuleikunum í Ríó í nótt en þetta eru þriðju Ólympíuleikarnir í röð þar sem hann tekur gullið í þessari grein. Usain Bolt kom í mark á 19,78 sekúndum en hann talaði um það eftir undanúrslitin í gær að hann ætlaði að reyna að bæta heimsmetið sitt frá því á HM í Berlín 2009. Bolt var reyndar langt frá heimsmeti sínu (19.19 sekúndur 2009) og Ólympíumeti (19.30 sekúndur 2008) en sigur hans var öruggur. Hann var ekki alveg sáttur eftir hlaupið því hann ætlaði sér meira en gleymdi þeirri reiði fljótt. Þetta voru önnur gullverðlaun Usain Bolt á Ólympíuleikunum í Ríó og áttundu gullverðlaun hans á Ólympíuleikum. Eins og þegar hann vann 100 metra hlaupið á dögunum á þriðju leikunum í röð varð Bolt í nótt fyrsti maðurinn í sögunni til að vinna 200 metra hlaupið á þremur Ólympíuleikum í röð. Skemmtikrafturinn Usain Bolt kom að sjálfsögðu fram í sigurvímunni þar sem hann söng meðal annars undir með lagi Bob Marley með jamaíska fánann í annarri og þann brasilíska í hinni. Usain Bolt og Bob Marley eru án efa frægustu Jamaíkamennirnir í sögunni og þetta átti því vel við. Nú er bara að klára dæmið í boðhlaupinu og vinna þrjú gullverðlaun á þriðju leikunum í röð. Kanadamaðurinn Andre De Grasse, sem reyndi að vinna Bolt þegar Jamaíkamaðurinn slakaði á í lokin á undanúrslitahlaupinu í gær, varð annar í hlaupinu á 20,02 sekúndum. Frakkinn Christophe Lemaitre fékk síðan bronsið þrátt fyrir að koma á sama tíma í mark og Adam Gemili frá Bretland en þeir hlupu báðir á 20,12 sekúndum. Christophe Lemaitre var sjónarmun á undan.Öruggur sigur.Vísir/GettyUsain Bolt var smá svekktur að slá ekki metið.Vísir/GettyVísir/Getty
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Enski boltinn Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Sport Fleiri fréttir Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Heiðruðu látinn liðsfélaga og rústuðu síðan Raiders Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Ísbjörninn segir að hann myndi klára Jake Paul í þremur lotum Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Frá Klaksvík á Krókinn Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Jón Þór hársbreidd frá HM-gulli Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Ramsey rekinn í sturtu eftir hnefahögg: „Hann hrækti á mig“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Jake Paul mætir Joshua og biður Breta afsökunar fyrir fram Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Sjá meira