Verk eftir Atla Heimi, Grieg og Trónd Bogason Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 4. ágúst 2016 09:30 "Við Hallveig höfum hist nokkrum sinnum áður og mússíserað en þá með öðrum,“ segir Jóhannes. Hallveig Rúnarsdóttir sópransöngkona og Jóhannes Andreasen píanóleikari frá Færeyjum, koma fram á tónleikum í Arctic Concerts röðinni í Norræna húsinu í kvöld klukkan 20.30. Þar flytja þau blandaða efnisskrá norrænna sönglaga. „Ég kom til landsins í gær (fyrradag) til að spila með Hallveigu. Við höfum hist nokkrum sinnum og mússíserað en þá með öðrum, til dæmis í jólaóratóríunni Messíasi. Nú ákváðum við að vera bara tvö,“ segir Jóhannes Andreasen píanóleikari. Jóhannes er færeyskur en talar lýtalausa íslensku. „Ég bjó hér í nokkur ár og kenndi við tónlistarskóla, aðallega í Kópavogi. Það var fyrir tuttugu árum en ég hef reynt að halda tungumálinu við,“ útskýrir hann og fer svo nokkrum orðum um efnisskrá tónleikanna í kvöld. „Við völdum að flytja tónlist eftir Atla Heimi Sveinsson og Grieg og svo spila ég líka eitt fjögurra mínútna píanóverk eftir Færeyinginn Trónd Bogason, manninn hennar Eivarar Pálsdóttur og nánasta samstarfsmann, svo þetta verður norrænt prógramm.“ Jóhannes fer lofsamlegum orðum um tónlist Atla Heimis, segir hana skemmtilega og vel skrifaða. „Ég hef oft áður spilað lög eftir Atla Heimi en ekki þau sem við flytjum núna.“ Jóhannes starfar bæði við kennslu og tónleikahald í Færeyjum. Kveðst þó ekki fastur í neinni hljómsveit þar, enda ekki sinfóníuhljómsveit þar sem starfar allt árið. „En ég spila yfirleitt með þegar settar eru saman sveitir, hvort sem það eru sinfóníu- eða kammersveitir.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 4. ágúst 2016. Menning Mest lesið „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Lífið Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Lífið samstarf Fleiri fréttir Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Hallveig Rúnarsdóttir sópransöngkona og Jóhannes Andreasen píanóleikari frá Færeyjum, koma fram á tónleikum í Arctic Concerts röðinni í Norræna húsinu í kvöld klukkan 20.30. Þar flytja þau blandaða efnisskrá norrænna sönglaga. „Ég kom til landsins í gær (fyrradag) til að spila með Hallveigu. Við höfum hist nokkrum sinnum og mússíserað en þá með öðrum, til dæmis í jólaóratóríunni Messíasi. Nú ákváðum við að vera bara tvö,“ segir Jóhannes Andreasen píanóleikari. Jóhannes er færeyskur en talar lýtalausa íslensku. „Ég bjó hér í nokkur ár og kenndi við tónlistarskóla, aðallega í Kópavogi. Það var fyrir tuttugu árum en ég hef reynt að halda tungumálinu við,“ útskýrir hann og fer svo nokkrum orðum um efnisskrá tónleikanna í kvöld. „Við völdum að flytja tónlist eftir Atla Heimi Sveinsson og Grieg og svo spila ég líka eitt fjögurra mínútna píanóverk eftir Færeyinginn Trónd Bogason, manninn hennar Eivarar Pálsdóttur og nánasta samstarfsmann, svo þetta verður norrænt prógramm.“ Jóhannes fer lofsamlegum orðum um tónlist Atla Heimis, segir hana skemmtilega og vel skrifaða. „Ég hef oft áður spilað lög eftir Atla Heimi en ekki þau sem við flytjum núna.“ Jóhannes starfar bæði við kennslu og tónleikahald í Færeyjum. Kveðst þó ekki fastur í neinni hljómsveit þar, enda ekki sinfóníuhljómsveit þar sem starfar allt árið. „En ég spila yfirleitt með þegar settar eru saman sveitir, hvort sem það eru sinfóníu- eða kammersveitir.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 4. ágúst 2016.
Menning Mest lesið „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Lífið Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Lífið samstarf Fleiri fréttir Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning