Mannlífið í fyrirrúmi Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 6. ágúst 2016 10:15 Þrándur sá snemma að langbestu teiknararnir voru málarar fyrri alda. „Myndefnið er aðallega götur og torg í miðbænum, meðal annars úr Grjótaþorpinu en mannlífið er í fyrirrúmi,“ segir Þrándur Þórarinsson um efni sýningar hans Stræti, sem opnuð verður í dag klukkan 16 í Port verkefnarými að Laugavegi 23b. Þrándur er nýfluttur til landsins eftir fjögurra ára búsetu í Kaupmannahöfn, þar sem hann er líka að undirbúa stóra einkasýningu í Nordatlantens Brygge. Þemað er Kristjanía, nútímamyndir en í gömlum stíl. Ein myndin á Stræti er úr þeirri seríu. Þrándur kveðst hafa málað síðan í menntaskóla. „Ég var á myndlistarbraut í MA. Guðmundur Ármann var þar prímus mótor og leiddi mig fyrstu skrefin í þessu lagskipta málverki sem ég hef fengist við síðan. Þar byrjaði ég líka að leggjast yfir gömlu meistarana og klassíska málverkið sem kallaði sterkt á mig. Ég hef verið að teikna frá blautu barnsbeini og sá það snemma að langbestu teiknararnir voru málarar fyrri alda.“Fantasía af Hótel Íslandsplaninu.Þrándur komst í kynni við norska málarann Odd Nerdrum þegar hann flutti suður. Var svo heppinn að kunna norsku reiprennandi, enda hálfnorskur sjálfur. „Ég sá Odd vera að skjótast inn í Mál og menningu á Laugaveginum og gaf mig á tal við hann, það varð til þess að ég var nemandi hjá honum í nokkur ár. Þá bjó hann í gamla borgarbókasafninu við Þingholtsstræti og þar voru stóru spurningarnar ræddar. Ég hefði ekki getað fengið betri kennara.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 6. ágúst 2016. Menning Mest lesið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Myndefnið er aðallega götur og torg í miðbænum, meðal annars úr Grjótaþorpinu en mannlífið er í fyrirrúmi,“ segir Þrándur Þórarinsson um efni sýningar hans Stræti, sem opnuð verður í dag klukkan 16 í Port verkefnarými að Laugavegi 23b. Þrándur er nýfluttur til landsins eftir fjögurra ára búsetu í Kaupmannahöfn, þar sem hann er líka að undirbúa stóra einkasýningu í Nordatlantens Brygge. Þemað er Kristjanía, nútímamyndir en í gömlum stíl. Ein myndin á Stræti er úr þeirri seríu. Þrándur kveðst hafa málað síðan í menntaskóla. „Ég var á myndlistarbraut í MA. Guðmundur Ármann var þar prímus mótor og leiddi mig fyrstu skrefin í þessu lagskipta málverki sem ég hef fengist við síðan. Þar byrjaði ég líka að leggjast yfir gömlu meistarana og klassíska málverkið sem kallaði sterkt á mig. Ég hef verið að teikna frá blautu barnsbeini og sá það snemma að langbestu teiknararnir voru málarar fyrri alda.“Fantasía af Hótel Íslandsplaninu.Þrándur komst í kynni við norska málarann Odd Nerdrum þegar hann flutti suður. Var svo heppinn að kunna norsku reiprennandi, enda hálfnorskur sjálfur. „Ég sá Odd vera að skjótast inn í Mál og menningu á Laugaveginum og gaf mig á tal við hann, það varð til þess að ég var nemandi hjá honum í nokkur ár. Þá bjó hann í gamla borgarbókasafninu við Þingholtsstræti og þar voru stóru spurningarnar ræddar. Ég hefði ekki getað fengið betri kennara.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 6. ágúst 2016.
Menning Mest lesið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira