Borgarstjórinn í Ríó þreyttur á ÓL-liði Ástrala: "Set kengúru fyrir utan hjá þeim“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 25. júlí 2016 09:30 Ólympíuþorpið. Engin kengúra enn. vísir/getty Ástralska Ólympíuliðið neitar að flytja inn í húsnæði sitt í Ólympíuþorpinu í Ríó þar sem það er ekki klárt. Að sögn Kitty Chiller, liðsstjóra Ástrala, eru klósettin stífluð, pípur leka og þá sjást berir rafmangsvírar hér og þar. Ástralar leita nú að lausnum ásamt mótshöldurum. Ástralska starfsliðið er löngu mætt til Ríó að gera allt klárt og gistir það á hóteli nálægt þorpinu en fyrstu íþróttamenn landsins eru væntanlegir til borgarinnar í dag og munu þeir gista á sama hóteli fyrstu dagana. Ólympíuþorpið lítur nokkuð glæsilega út á myndum en það kostaði Brasilíumenn einn og hálfan milljarð Bandaríkjadala. Þar er 31 bygging sem allar hafa tennisvelli og einnig eru fótboltavellir og sjö sundlaugar. Þorpið mun hýsa 18 þúsund keppendur og aðstoðarmenn þeirra. Ástralar kvarta opinberlega yfir aðstæðum í íbúðum sínum á heimasíðu ástralska Ólympíusambandsins. Mótshaldarar hafa viðurkennt að örlitlir byrjunarörðuleikar eiga sér stað en verið er að vinna í þessu allan sólarhringinn fram að leikunum sem hefjast eftir ellefu daga. Borgarstjórinn í Ríó, Eduardo Paes, er þó lítt hrifinn af þessu tuði Ástrala og svaraði þeim með skætingi. „Ólympíuþorpið okkar er fallegra en það var í Sydney fyrir leikana árið 2000. Ég ætla að setja hoppandi kengúru fyrir utan hjá þeim þannig þeim líði eins og heima hjá sér,“ segir hann, að því fram kemur á vef BBC. Fleiri Ólympíulið hafa kvartað yfir aðstæðum og hafa sum þeirra ráðið sína eigin verkamenn; smiði, pípara og rafvirkja, til að koma húsnæðinu í lag áður en íþróttamennirnir mæta á svæðið.Eitt af herbergjum þorpsins.vísir Aðrar íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fleiri fréttir Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Sjá meira
Ástralska Ólympíuliðið neitar að flytja inn í húsnæði sitt í Ólympíuþorpinu í Ríó þar sem það er ekki klárt. Að sögn Kitty Chiller, liðsstjóra Ástrala, eru klósettin stífluð, pípur leka og þá sjást berir rafmangsvírar hér og þar. Ástralar leita nú að lausnum ásamt mótshöldurum. Ástralska starfsliðið er löngu mætt til Ríó að gera allt klárt og gistir það á hóteli nálægt þorpinu en fyrstu íþróttamenn landsins eru væntanlegir til borgarinnar í dag og munu þeir gista á sama hóteli fyrstu dagana. Ólympíuþorpið lítur nokkuð glæsilega út á myndum en það kostaði Brasilíumenn einn og hálfan milljarð Bandaríkjadala. Þar er 31 bygging sem allar hafa tennisvelli og einnig eru fótboltavellir og sjö sundlaugar. Þorpið mun hýsa 18 þúsund keppendur og aðstoðarmenn þeirra. Ástralar kvarta opinberlega yfir aðstæðum í íbúðum sínum á heimasíðu ástralska Ólympíusambandsins. Mótshaldarar hafa viðurkennt að örlitlir byrjunarörðuleikar eiga sér stað en verið er að vinna í þessu allan sólarhringinn fram að leikunum sem hefjast eftir ellefu daga. Borgarstjórinn í Ríó, Eduardo Paes, er þó lítt hrifinn af þessu tuði Ástrala og svaraði þeim með skætingi. „Ólympíuþorpið okkar er fallegra en það var í Sydney fyrir leikana árið 2000. Ég ætla að setja hoppandi kengúru fyrir utan hjá þeim þannig þeim líði eins og heima hjá sér,“ segir hann, að því fram kemur á vef BBC. Fleiri Ólympíulið hafa kvartað yfir aðstæðum og hafa sum þeirra ráðið sína eigin verkamenn; smiði, pípara og rafvirkja, til að koma húsnæðinu í lag áður en íþróttamennirnir mæta á svæðið.Eitt af herbergjum þorpsins.vísir
Aðrar íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fleiri fréttir Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Sjá meira