Sport

Skora á Ólympínefndina að banna alla Rússa í Ríó

Yuliya Stepanova er ein þeirra sem hefur fengið undanþágu til að keppa en Pútín kallaði hana Júdas á dögunum.
Yuliya Stepanova er ein þeirra sem hefur fengið undanþágu til að keppa en Pútín kallaði hana Júdas á dögunum. Vísir/getty
Búist er við því að lagt verði til eftir helgi að keppendum frá Rússlandi verði einfaldlega bannað að taka þátt á Ólympíuleikunum í Ríó en þetta kemur fram í New York Times.

Var sendur listi frá bandaríska- og kanadíska lyfjaeftirlitinu þar sem skorað var á að aðrar þjóðir myndu skrifa undir áskorun um að banna rússneska keppendur í Ríó.

Rússneskir frjálsíþróttamenn eru sem stendur í banni frá alþjóðlegum keppnum eftir að upp komst um stórfellt og kerfisbundið lyfjamisferli hjá rússneska frjálsíþróttasambandinu og á Ólympíuleikunum í Sochi.

Rússneskir íþróttamenn sem hafa gengist undir reglubundið lyfjaeftirlit í öðrum löndum eiga enn möguleika á að keppa í Ríó en nú gæti sá möguleiki verið úr sögunni.

Grigory Rodchenkov, fyrrum yfirmaður lyfjaeftirlits Rússlands, viðurkenndi í samtali við New York Times, að hafa aðstoðað fjölda rússneskra íþróttamanna með lyfjanotkun en fimmtán þeirra hafi unnið medalíu í Sochi.

Hefur fjöldi fólks lagt til að Rússum verði bönnuð þátttaka en það má finna stuðning frá Bandaríkjunum, Kanada, Sviss, Þýskalandi og Japan.

Rússnesk yfirvöld hafa neitað þessum ásökunum og sakað vestræn lönd um samsæri gegn rússneskum íþróttamönnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×