Kynnir eldfjallaeyjuna í bókum og blöðum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 7. júlí 2016 11:00 "Þegar ég var ung orti ég ljóð sem voru gefin út í Póllandi. En svo tók alvara lífsins við,“ segir Janina. Fréttablaðið/Stefán Þegar ég var ung orti ég ljóð sem voru gefin út í Póllandi. En svo tók alvara lífsins við, ég fór í nám og siglingar, eignaðist börn og skrifaði ekkert í áratugi,“ segir Janina Ryszarda spurð út í rithöfundarferil sinn. Hún hefur nýlega gefið út bækur um Reykjavík bæði á pólsku og ensku, Reykjavík dla ciebie og Reykjavík4you. Þar eru viðtöl við 18 Íslendinga sem lýsa borginni út frá sínum augum og Guðjón Friðriksson sagnfræðingur skrifar formála. Janina hefur búið hér Fróni í nokkur ár, lærir íslensku í Háskóla Íslands og miðar vel. Viðtölin í nýju bókina tók hún á íslensku og þýddi þau yfir á pólsku en fékk Melanie J. Adams, kanadískan bókmenntafræðing sem hér hefur búið lengi, til að þýða þau á ensku. Áður hefur Janina gefið út Islandia jak z bajki eða Ísland – ævintýrasaga sem fjallar um ferð hennar um Ísland og hrifningu á landinu. Að auki skrifar hún greinar um Ísland í tvö ferðatímarit í Póllandi, Zew Pólnocy og Skandynawia, svo hún leggur sig fram við að kynna eldfjallaeyjuna fyrir löndum sínum. Janina er elst í sex systkina hópi sem ólst upp í suðausturhluta Póllands. Faðir hennar var verkfræðingur, vann í Líbíu í yfir áratug og var þá aðeins heima í jóla- og sumarfríum. Móðir hennar vann sem ljósmóðir á sjúkrahúsi í 35 ár. „Foreldrar mínir voru stórbrotnir persónuleikar, hvort með sínum hætti, en þau voru miklir vinir og virtu hvort annað,“ lýsir hún. Hugur Janinu stefndi til sjós og eftir tólf ára grunnskólanám tók við þriggja ára sjófreyjuskóli. Hún var þó ekki lengi á pólskum farþegaskipum heldur dreif sig í frekara nám í virtum sjómannaskóla, Maritime University. „Lífið væri ekki fullkomið nema hægt væri að fara í skóla,“ segir hún brosandi og kveðst hafa útskrifast með meistaragráðu í siglingum eftir sex ára nám. „Svo vann ég í áratugi á fragtskipum og olíuskipum. Prófaði líka að vera á olíuborpalli.“ Fyrst kom Janina til Íslands sem ferðamaður og fór víða um landið, heilluð af fegurðinni. Úr varð að hún settist hér að og eiginmaður hennar sem er pólsk/sænskur. Synir tveir búa og vinna í Svíþjóð vegna þess að sjálf bjó hún þar í átta ár. Hún kveðst hlusta á íslenska tónlist og hafa dálæti á mikilfenglegum lögum eins og Kórónu landsins, Ljósvíkingi, Manni og hval og Vori í Vaglaskógi. Nokkrar íslenskar kvikmyndir eru líka í uppáhaldi: Djöflaeyjan, Djúpið, Bakka-Baldur, Brim, Englar alheimsins, Börn náttúrunnar og Hross í oss. „Svo finnst mér gaman að horfa á diskinn Heima sem fjallar um hljómsveitarferðalag Sigur Rósar um Ísland 2006,“ segir hún. „En þakklátust er ég fyrir að til skuli vera staðir á Íslandi ólíkir því sem hægt er að finna annars staðar í heiminum.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 7. júlí. Menning Mest lesið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fleiri fréttir Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira
Þegar ég var ung orti ég ljóð sem voru gefin út í Póllandi. En svo tók alvara lífsins við, ég fór í nám og siglingar, eignaðist börn og skrifaði ekkert í áratugi,“ segir Janina Ryszarda spurð út í rithöfundarferil sinn. Hún hefur nýlega gefið út bækur um Reykjavík bæði á pólsku og ensku, Reykjavík dla ciebie og Reykjavík4you. Þar eru viðtöl við 18 Íslendinga sem lýsa borginni út frá sínum augum og Guðjón Friðriksson sagnfræðingur skrifar formála. Janina hefur búið hér Fróni í nokkur ár, lærir íslensku í Háskóla Íslands og miðar vel. Viðtölin í nýju bókina tók hún á íslensku og þýddi þau yfir á pólsku en fékk Melanie J. Adams, kanadískan bókmenntafræðing sem hér hefur búið lengi, til að þýða þau á ensku. Áður hefur Janina gefið út Islandia jak z bajki eða Ísland – ævintýrasaga sem fjallar um ferð hennar um Ísland og hrifningu á landinu. Að auki skrifar hún greinar um Ísland í tvö ferðatímarit í Póllandi, Zew Pólnocy og Skandynawia, svo hún leggur sig fram við að kynna eldfjallaeyjuna fyrir löndum sínum. Janina er elst í sex systkina hópi sem ólst upp í suðausturhluta Póllands. Faðir hennar var verkfræðingur, vann í Líbíu í yfir áratug og var þá aðeins heima í jóla- og sumarfríum. Móðir hennar vann sem ljósmóðir á sjúkrahúsi í 35 ár. „Foreldrar mínir voru stórbrotnir persónuleikar, hvort með sínum hætti, en þau voru miklir vinir og virtu hvort annað,“ lýsir hún. Hugur Janinu stefndi til sjós og eftir tólf ára grunnskólanám tók við þriggja ára sjófreyjuskóli. Hún var þó ekki lengi á pólskum farþegaskipum heldur dreif sig í frekara nám í virtum sjómannaskóla, Maritime University. „Lífið væri ekki fullkomið nema hægt væri að fara í skóla,“ segir hún brosandi og kveðst hafa útskrifast með meistaragráðu í siglingum eftir sex ára nám. „Svo vann ég í áratugi á fragtskipum og olíuskipum. Prófaði líka að vera á olíuborpalli.“ Fyrst kom Janina til Íslands sem ferðamaður og fór víða um landið, heilluð af fegurðinni. Úr varð að hún settist hér að og eiginmaður hennar sem er pólsk/sænskur. Synir tveir búa og vinna í Svíþjóð vegna þess að sjálf bjó hún þar í átta ár. Hún kveðst hlusta á íslenska tónlist og hafa dálæti á mikilfenglegum lögum eins og Kórónu landsins, Ljósvíkingi, Manni og hval og Vori í Vaglaskógi. Nokkrar íslenskar kvikmyndir eru líka í uppáhaldi: Djöflaeyjan, Djúpið, Bakka-Baldur, Brim, Englar alheimsins, Börn náttúrunnar og Hross í oss. „Svo finnst mér gaman að horfa á diskinn Heima sem fjallar um hljómsveitarferðalag Sigur Rósar um Ísland 2006,“ segir hún. „En þakklátust er ég fyrir að til skuli vera staðir á Íslandi ólíkir því sem hægt er að finna annars staðar í heiminum.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 7. júlí.
Menning Mest lesið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fleiri fréttir Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira