Tónlist

Páll Óskar gefur út sumarslagara

Birgir Örn Steinarsson skrifar
Palli er greinilega í þægilegu sumarskapi þessa daganna.
Palli er greinilega í þægilegu sumarskapi þessa daganna. Vísir
Páll Óskar gaf frá sér nýtt lag í morgun og er töluverður sumarslagara fílingur yfir því. Lagið heitir Þá mætir þú til mín og fæst gefins á heimasíðu söngvarans.

Lagið er eftir Trausta Haraldsson sem hefur unnið töluvert með Palla í gegnum tíðina. Hann var til dæmis höfundur Eurovision-lagsins Minn hinsti dans sem þeir félagar kepptu með í Dublin árið 1997. Trausti átti einnig nokkur lög á metsölu plötu Palla Allt fyrir ástina sem kom út árið 2007.

Textinn er eftir Pál Óskar en hann útsetur einnig og stjórnar upptökum með aðstoð Jakob Reynis og Bjarka Hallbergssonar Dusk.

Páll Óskar er á meðal þeirra sem koma fram á Eistnaflugi um helgina.

Nýja lagið má heyra hér fyrir neðan.

Hér er svo texti lagsins fyrir þá sem vilja syngja með.

Þá mætir þú til mín

Ég veit að allt sem mér finnst best

stangast á við allt sem mér var kennt

Ég veit það er bannað 

en samt er það svo næs, svo rétt

Ef að þig langar þangað

sem engar langanir eru rangar 

Þá mætir þú til mín

þá mætir þú til mín

þá mætir þú til mín

Og ef þú vilt hækka í hitanum

með einhverjum

þá mætir þú til mín

Ef að þig vantar einn góðan vin

einhvern sem þekkir þig út og inn

sem gefur og hlustar og fattar allt 

sem þú átt við

Ef að þig langar þangað

sem engar langanir eru rangar 

þá mætir þú til mín

þá mætir þú til mín

þá mætir þú til mín

Og ef þú vilt hækka í hitanum

með einhverjum

þá mætir þú til mín

 

Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×