Egill Sæbjörnsson næsti fulltrúi Íslands á Feneyjartvíæringnum Birgir Örn Steinarsson skrifar 23. júní 2016 14:24 Egill Sæbjörnsson verður í íslenska skálanum í Feneyjartvíæringnum á næsta ári. Vísir/Anton Brink Listamaðurinn Egill Sæbjörnsson hefur verið valinn til þess að vera framlag Íslands á Feneyjartvíæringnum á næsta ári. Það verður í 57. skipti sem listahátíðin er haldin. Sýning Egils verður unnin í samstarfi við Stefanie Böttcher sýningarstjóra. Egill Sæbjörnsson er 43 ára og hefur starfað sem fjöllistamaður í mörg ár. Verk hans samanstanda oft af einhvers konar samblöndu raunverulegra hluta og tálsýnar. Egill er allt í senn; myndlistarmaður, gjörningalistamaður og tónlistarmaður. Eftir hann liggja fimm breiðskífur og enn má heyra sum laga hans spiluð í útvarpi hérlendis. Árið 2010 var Egill tilnefndur til Carnegie listaverðlaunanna og má finna sum myndlistarverka hans í einkasöfnum. Egill hefur gefið út þrjár bækur með verkum sínum. Oft er töluverða kímni að finna í verkum Egils sem aldrei eru þó laus við djúphugsun.Ekki vitað hvað Egill ætlar að geraÞað var Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar sem tilkynnti um val dómnefndar. Ekki er vitað hvað Egill ætlar sér að bjóða upp á í íslenska skálanum í Feneyjum á næsta ári nema að áhorfendur verða hluti af verkinu sjálfu um leið og þeir stíga inn í skálann. Það var fagráð Kynningarmiðstöðvar sem sá um valið en það samanstóð að þessu sinni af Björgu Stefánsdóttur, Hlyni Hallssyni, Sirru Sigrúnu Sigurðardóttur, Aðalheiði Guðmundsdótturog Libiu Castro. Menning Mest lesið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Nældi sér í einn umdeildan Lífið Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Lífið Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Tíska og hönnun Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Fleiri fréttir Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Listamaðurinn Egill Sæbjörnsson hefur verið valinn til þess að vera framlag Íslands á Feneyjartvíæringnum á næsta ári. Það verður í 57. skipti sem listahátíðin er haldin. Sýning Egils verður unnin í samstarfi við Stefanie Böttcher sýningarstjóra. Egill Sæbjörnsson er 43 ára og hefur starfað sem fjöllistamaður í mörg ár. Verk hans samanstanda oft af einhvers konar samblöndu raunverulegra hluta og tálsýnar. Egill er allt í senn; myndlistarmaður, gjörningalistamaður og tónlistarmaður. Eftir hann liggja fimm breiðskífur og enn má heyra sum laga hans spiluð í útvarpi hérlendis. Árið 2010 var Egill tilnefndur til Carnegie listaverðlaunanna og má finna sum myndlistarverka hans í einkasöfnum. Egill hefur gefið út þrjár bækur með verkum sínum. Oft er töluverða kímni að finna í verkum Egils sem aldrei eru þó laus við djúphugsun.Ekki vitað hvað Egill ætlar að geraÞað var Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar sem tilkynnti um val dómnefndar. Ekki er vitað hvað Egill ætlar sér að bjóða upp á í íslenska skálanum í Feneyjum á næsta ári nema að áhorfendur verða hluti af verkinu sjálfu um leið og þeir stíga inn í skálann. Það var fagráð Kynningarmiðstöðvar sem sá um valið en það samanstóð að þessu sinni af Björgu Stefánsdóttur, Hlyni Hallssyni, Sirru Sigrúnu Sigurðardóttur, Aðalheiði Guðmundsdótturog Libiu Castro.
Menning Mest lesið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Nældi sér í einn umdeildan Lífið Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Lífið Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Tíska og hönnun Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Fleiri fréttir Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist
Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist