Innblásturinn kemur úr öllum áttum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 17. júní 2016 15:30 Callum Innes hefur verið talinn til mikilvægustu abstraktmálara sinnar kynslóðar og honum hafa hlotnast hin virtu verðlaun NatWest. Vísir/Anton Brink Ný olíuverk skoska myndlistarmannsins Callum Innes prýða nú veggi i8 í Tryggvagötu 16. Þau eru máluð bæði á striga og pappír. Það geta verið hin hversdagslegustu atriði sem verða kveikjan að verkum Innes, eftir því sem hann segir sjálfur. „Innblásturinn kemur úr öllum áttum, jafnvel úr fyrirsögnum blaðanna einhvern morguninn eða lesefninu fyrir svefninn.“Sumt er flókið þótt það sýnist einfalt.Innes er fæddur í Edinborg árið 1962. Hann lærði teikningu og málun í Gray’s School of Art, en lauk meistaragráðu í myndlistinni í Edinburgh College of Art. Hann hefur verið talinn meðal mikilvægustu abstraktmálara sinnar kynslóðar og verk hans hafa verið sýnd á einka- og samsýningum víða um heim. Í október á þessu ári verður stór sýning verka hans opnuð í De Pont Museum í Tilburg í Hollandi. Sýning Callum Innes verður í i8 fram til 9. september.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 17. júní 2016. Menning Mest lesið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Ný olíuverk skoska myndlistarmannsins Callum Innes prýða nú veggi i8 í Tryggvagötu 16. Þau eru máluð bæði á striga og pappír. Það geta verið hin hversdagslegustu atriði sem verða kveikjan að verkum Innes, eftir því sem hann segir sjálfur. „Innblásturinn kemur úr öllum áttum, jafnvel úr fyrirsögnum blaðanna einhvern morguninn eða lesefninu fyrir svefninn.“Sumt er flókið þótt það sýnist einfalt.Innes er fæddur í Edinborg árið 1962. Hann lærði teikningu og málun í Gray’s School of Art, en lauk meistaragráðu í myndlistinni í Edinburgh College of Art. Hann hefur verið talinn meðal mikilvægustu abstraktmálara sinnar kynslóðar og verk hans hafa verið sýnd á einka- og samsýningum víða um heim. Í október á þessu ári verður stór sýning verka hans opnuð í De Pont Museum í Tilburg í Hollandi. Sýning Callum Innes verður í i8 fram til 9. september.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 17. júní 2016.
Menning Mest lesið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira