Enski boltinn

Sam Tillen sneri aftur í Fram

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sam Tillen er kominn aftur í blátt.
Sam Tillen er kominn aftur í blátt. Mynd/Heimasíða Fram

Sam Tillen gekk í gær aftur í raðir Fram en hann fór frá félaginu árið 2013 þegar hann samdi við FH.

Tillen er 30 ára Englendingur sem hefur spilað á Íslandi síðan 2008 en fyrstu fimm tímabilin spilaði hann með Fram. Hann á alls að baki 112 leiki í öllum mótum með liðinu.

Fram féll úr Pepsi-deild karla haustið 2014 en liðið hefur sankað að sér mörgum leikmönnum í vetur og stefnir að því að komast aftur í deild þeirra bestu. Tímabilið í Inkasso-deildinni hefst á föstudag.

Stöð 2 Sport mun sýna frá leikjum deildarinnar í sumar en fyrsti leikurinn í beinni útsendingu verður viðureign HK og Keflavíkur á föstudagskvöldið.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.