Tónlist

Fleiri listamenn tilkynntir á Iceland Airwaves 2016

Birgir Olgeirsson skrifar
Frá hátíðinni í fyrra.
Frá hátíðinni í fyrra. vísir/andri marínó
Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves tilkynnti í dag fjörutíu listamenn sem bætast við þann hóp sem kemur fram á hátíðinni 2. – 6. nóvember í haust.

Þeirra á meðal eru Warpaint, Minor Victories, Kate Tempest, Samaris og Singapore Sling.

Þeir listamenn sem þegar hafa verið tilkynntir eru:

Agent Fresco / Amabadama / Sturla Atlas / Auður / Petur Ben / Soffía Björg / Aron Can / Hannah Lou Clark (UK) / Axel Flóvent / Fufanu / GKR / Glowie / Emmsjé Gauti / Unge Ferrari (NO) / Fews (SE/US) /         dj flugvél og geimskip / Futuregrapher / Dolores Haze (SE) / Hildur / Himbrimi / Julia Holter (US) / HórMónar / IamHelgi / The Ills (SK) / Silvana Imam (SE) / Einar Indra / Jennylee (US) / Karó / Liima (DE) / Lush (UK) / Mammút / Kælan Mikla / Milkywhale / Minor Victories (UK) / múm with Kronos Quartet (US) / Máni Orra / Pink Street Boys /        PJ Harvey (UK) / Puffin Island / Reykjavíkurdætur / Samaris / Mr.Silla / Singapore Sling / The Sonics (US) / Emil Stabil (DE) / Steinar / Kate Tempest (UK) / This is the Kit (UK) / Tonik Ensemble / Torres (US) / úlfur úlfur / Vök / Warpaint (US) / Dj Yamaho / VIO

Í tilkynningu frá hátíðinni kemur fram að PJ Harvey muni spila í Valsheimilinu sunnudaginn 6. nóvember.

Er bent á að ekki þarf sérmiða á tónleikana sunnudagskvöldið í Valsheimilinu. Allir miðahafar Iceland Airwaves fá aðgang á meðan húsrúm leyfir. 

Tónleikar múm ásamt Kronos Quarter í Eldborgarsal Hörpu föstudaginn 4. nóvember er bent á að þeir eru innifaldir í miðaverði en sérmiðar verða afhentir í hádeginu á fimmtudeginum daginn áður. Gildir sú regla með þá miða að fyrstir koma, fyrstir fá. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×