Enski boltinn

Tadic með tvö gegn botnliðinu | Öll úrslit dagsins

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Tadic skoraði tvö mörk á Villa Park.
Tadic skoraði tvö mörk á Villa Park. vísir/getty
Fjórir leikir fóru fram í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Kelechi Iheanacho skoraði tvö mörk fyrir Manchester City í öruggum 4-0 sigri á Stoke City á heimavelli.

Liverpool glutraði niður tveggja marka forskoti gegn Newcastle á heimavelli.

Eden Hazard skoraði sín fyrstu deildarmörk í vetur þegar Chelsea vann Bournemouth á útivelli.

Dusan Tadic skoraði tvö mörk þegar Southampton lagði botnlið Aston Villa að velli, 2-4, á Villa Park.

Þetta var fjórði sigur Southampton í síðustu sex leikjum en Dýrlingarnir eru í 8. sæti deildarinnar með 54 stig, einu minna en Liverpool sem er í sætinu fyrir ofan. Aston Villa er hins vegar rótfast við botninn og mun leika í næstefstu deild á næsta tímabili.

Shane Long kom Southampton á bragðið þegar hann skoraði sitt þriðja mark í síðustu fjórum leikjum á 15. mínútu.

Tadic bætti öðru marki við á 39. mínútu en Ashley Westwood gaf heimamönnum von þegar hann minnkaði muninn í 1-2 í uppbótartíma fyrri hálfleiks.

Tadic skoraði sitt annað mark á 71. mínútu en Westwood var ekki hættur og minnkaði muninn í 2-3 fimm mínútum fyrir leikslok.

Sadio Mané gulltryggði svo sigur Southampton þegar hann skoraði fjórða mark liðsins í uppbótartíma.

Úrslit dagsins:



Man City 4-0 Stoke

1-0 Fernando (35.), 2-0 Sergio Agüero (43.), 3-0 Kelechi Iheanacho (64.), 4-0 Iheanacho (74.).

Liverpool 2-2 Newcastle

1-0 Daniel Sturridge (2.), 2-0 Adam Lallana (30.), 2-1 Papiss Cissé (48.), 2-2 Jack Colback (66.).

Bournemouth 1-4 Chelsea

0-1 Pedro (5.), 0-2 Eden Hazard (34.), 1-2 Tommy Elphick (36.), 1-3 Willian (71.), 1-4 Hazard (90+1).

Aston Villa 2-4 Southampton

0-1 Shane Long (15.), 0-2 Dusan Tadic (39.), 1-2 Ashley Westwood (45+1), 1-3 Tadic (71.), 2-3 Westwood (85.), 2-4 Sadio Mané (90+4).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×