Enski boltinn

Benítez náði í stig á gamla heimavellinum | Sjáðu mörkin

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sturridge hefur verið sjóðandi heitur að undanförnu.
Sturridge hefur verið sjóðandi heitur að undanförnu. Vísir/Getty
Liverpool missti niður tveggja marka forskot gegn Newcastle United þegar Rafa Benítez mætti með sína menn á Anfield í dag. Lokatölur 2-2.

Mörkin úr leiknum má sjá hér að neðan.

Daniel Sturridge kom Liverpool yfir strax á 2. mínútu og eftir hálftíma var staðan orðin 2-0 þegar Adam Lallana skoraði glæsilegt mark.

Staðan var 2-0 í hálfleik en á 48. mínútu minnkaði Papiss Cissé muninn þegar hann skallaði boltann í mark Liverpool. Vurnon Anita átti fyrirgjöf frá hægri sem Simon Mignolet misreiknaði illalega og eftirleikurinn var auðveldur fyrir Cissé.

Jack Colback jafnaði svo metin á 66. mínútu og tryggði Newcastle stig.

Lærisveinar Benítez eru ósigraðir í síðustu þremur leikjum sínum en eru samt einu stigi frá öruggu sæti. Newcastle er með 30 stig eftir 35 leiki en liðin fyrir ofan (Norwich og Sunderland) eiga leiki til góða á Benítez og félaga hans.

Liverpool er í 7. sæti deildarinnar með 55 stig.

Liverpool 1-0 Newcastle Liverpool 2-0 Newcastle Liverpool 2-1 Newcastle Liverpool 2-2 Newcastle



Fleiri fréttir

Sjá meira


×