Enski boltinn

Engin vandamál hjá City | Sjáðu mörkin

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Manchester City styrkti stöðu sína í baráttunni um Meistaradeildarsæti með öruggum 4-0 sigri á Stoke City í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Mörkin úr leiknum má sjá hér að neðan.

City er nú komið með 64 stig í 3. sæti deildarinnar. Stoke er hins vegar í frjálsu falli en liðið hefur tapað síðustu þremur leikjum sínum með markatölunni 1-12.

Brasilíumaðurinn Fernando kom City á bragðið þegar hann skallaði hornspyrnu Jesus Navas í netið á 35. mínútu. Átta mínútum síðar kom Sergio Agüero heimamönnum í 2-0 með marki úr vítaspyrnu.

Staðan var 2-0 í hálfleik og fram á 64. mínútu þegar Kelechi Iheanacho skoraði eftir laglega sókn City og fyrirgjöf Pablos Zabaleta. Iheanacho gulltryggði svo sigurinn með sínu öðru marki 10 mínútum síðar. Lokatölur 4-0, City í vil.

Man City 1-0 Stoke Man City 2-0 Stoke Man City 3-0 Stoke Man City 4-0 Stoke



Fleiri fréttir

Sjá meira


×