Enski boltinn

Hazard fann markaskóna í öruggum sigri Chelsea

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Eftir tvo tapleiki í röð rifu Chelsea-menn sig í gang og unnu 1-4 sigur á Bournemouth á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Með sigrinum komst Chelsea upp í 9. sæti deildarinnar en Bournemouth siglir lygnan sjó í því þrettánda.

Cesc Fábregas var í miklu stuði í dag og lagði upp þrjú fyrstu mörk Chelsea í leiknum.

Landi hans, Pedro, skoraði fyrsta markið á 5. mínútu og eftir rúman hálftíma kom Eden Hazard Chelsea í 0-2 með sínu fyrsta deildarmarki í vetur.

Tommy Elphick minnkaði muninn fyrir Bournemouth á 36. mínútu en Willian skoraði þriðja mark gestanna á 71. mínútu. Hazard átti svo síðasta orðið þegar hann skoraði sitt annað mark í uppbótartíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×