Að fanga hversdagsleikann Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 23. apríl 2016 09:45 Langskemmtilegast er að teikna beint á staðnum ef veður leyfir,” segir Elín Elísabet. Vísir/Pjetur „Haustið 2011 vantaði mig og vinkonu mína vinnu í mánuð. Við hringdum í Fiskverkun Kalla Sveins á Borgarfirði eystra því okkur fannst nafnið á fyrirtækinu svo heimilislegt. Vorum ráðnar og ég hef snúið þangað á hverju ári síðan til að vinna því það er allt heimilislegt í þessu þorpi,“ segir Elín Elísabet Einarsdóttir um ást sína Borgarfirði eystra.Nú er Elín að leggja lokahönd á bókina Onyfir með nýjum teikingum að austan og er að safna fyrir útgáfu hennar á Karolinafund. Titillinn vísar í málnotkun Borgfirðinga sem segja gjarnan onyfir (ofan yfir) þegar þeir ætla af Héraðinu aftur til sinna heimkynna. Bókin er lokaverkefni hennar frá teiknideild Myndlistarskólans í Reykjavík.„Ég fór austur í mars og er nýkomin til baka. Mér finnst langskemmtilegast að teikna á staðnum ef veðrið leyfir,“ segir hún og lýsir tempóinu í þorpinu. „Þó ég hafi stundum verið þar að vinna í fiski allan daginn finnst mér samt eins og ég sé í fríi, það er svo mikil ró yfir öllu. Þetta langaði mig að fanga með teikningunum - þennan sérstaka hversdagsleika á Borgarfirði eystra.“ Unnið í grásleppu í Fiskverkun Kalla Sveins.Þess má geta að Elín Elísabet verður með bókina og teikningar úr henni á útskriftarsýningunni í Myndlistaskólanum í Reykjavík sem verður opnuð 12. maí. Svo verður hún með sína eigin sýningu á Borgafirði eystra í lok júlí. Menning Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Haustið 2011 vantaði mig og vinkonu mína vinnu í mánuð. Við hringdum í Fiskverkun Kalla Sveins á Borgarfirði eystra því okkur fannst nafnið á fyrirtækinu svo heimilislegt. Vorum ráðnar og ég hef snúið þangað á hverju ári síðan til að vinna því það er allt heimilislegt í þessu þorpi,“ segir Elín Elísabet Einarsdóttir um ást sína Borgarfirði eystra.Nú er Elín að leggja lokahönd á bókina Onyfir með nýjum teikingum að austan og er að safna fyrir útgáfu hennar á Karolinafund. Titillinn vísar í málnotkun Borgfirðinga sem segja gjarnan onyfir (ofan yfir) þegar þeir ætla af Héraðinu aftur til sinna heimkynna. Bókin er lokaverkefni hennar frá teiknideild Myndlistarskólans í Reykjavík.„Ég fór austur í mars og er nýkomin til baka. Mér finnst langskemmtilegast að teikna á staðnum ef veðrið leyfir,“ segir hún og lýsir tempóinu í þorpinu. „Þó ég hafi stundum verið þar að vinna í fiski allan daginn finnst mér samt eins og ég sé í fríi, það er svo mikil ró yfir öllu. Þetta langaði mig að fanga með teikningunum - þennan sérstaka hversdagsleika á Borgarfirði eystra.“ Unnið í grásleppu í Fiskverkun Kalla Sveins.Þess má geta að Elín Elísabet verður með bókina og teikningar úr henni á útskriftarsýningunni í Myndlistaskólanum í Reykjavík sem verður opnuð 12. maí. Svo verður hún með sína eigin sýningu á Borgafirði eystra í lok júlí.
Menning Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira