Shakespeare stenst tímans tönn Birta Björnsdóttir skrifar 23. apríl 2016 20:00 William Shakespeare lést þann 23. apríl árið 1616, þá 52 ára að aldri. Eftir hann liggja hátt í 40 leikverk sem enn eru sett upp um heim allan og hafa verið innblástur fjölda kvikmynda, en þeirra þekktust eru líklega Hamlet, Rómeó og Júlía, Lér konungur og Mackbeth. Margar af skærustu stjörnum Bretlands tóku þátt í að minnast leikskáldsins í fjölbreyttri dagskrá í Bretlandi í dag, meðal annars í konunglega Shakespeare-leikhúsinu í Stratford-upon-Avon og í Breska ríkissjónvarpinu. Þá var ítarleg sýning um ævi og feril skáldsins opnuð í British Library. Barack Obama Bandaríkjaforseti, sem staddur er í London, heimsótti Globe leikhúsið í tilefni dagsins þar sem hann hlýddi á stuttan bút úr leikverkinu Hamlet. Og tímamótanna var ekki bara minnst í Bretlandi, í Krónborgarkastala í Helsingör í Danmörku stóðu einnig til umtalsverð hátíðahöld í dag, en kastalinn var fyrirmynd Elsinore kastalans, híbýla Hamlets danaprins. Það er svo líklega tákn nýrra tíma að Shakespeare-smáforrit er nú orðið að veruleika, þar sem upplestur allra 37 leikrita skáldsins verður á endanum aðgengilegur notendum. „Shakespeare stenst tímans tönn og á alltaf við. Hann hafði sérstaka náðargáfu í að skilja okkur öll og mannlegt eðli. Það er eins og Shakespeare hafi fundið sjálfur upp á manneskjunni," sagði leikarinn Ian McKellan, sem er einn þeirra sem les verk Shakespeares í smáforritinu. Menning Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
William Shakespeare lést þann 23. apríl árið 1616, þá 52 ára að aldri. Eftir hann liggja hátt í 40 leikverk sem enn eru sett upp um heim allan og hafa verið innblástur fjölda kvikmynda, en þeirra þekktust eru líklega Hamlet, Rómeó og Júlía, Lér konungur og Mackbeth. Margar af skærustu stjörnum Bretlands tóku þátt í að minnast leikskáldsins í fjölbreyttri dagskrá í Bretlandi í dag, meðal annars í konunglega Shakespeare-leikhúsinu í Stratford-upon-Avon og í Breska ríkissjónvarpinu. Þá var ítarleg sýning um ævi og feril skáldsins opnuð í British Library. Barack Obama Bandaríkjaforseti, sem staddur er í London, heimsótti Globe leikhúsið í tilefni dagsins þar sem hann hlýddi á stuttan bút úr leikverkinu Hamlet. Og tímamótanna var ekki bara minnst í Bretlandi, í Krónborgarkastala í Helsingör í Danmörku stóðu einnig til umtalsverð hátíðahöld í dag, en kastalinn var fyrirmynd Elsinore kastalans, híbýla Hamlets danaprins. Það er svo líklega tákn nýrra tíma að Shakespeare-smáforrit er nú orðið að veruleika, þar sem upplestur allra 37 leikrita skáldsins verður á endanum aðgengilegur notendum. „Shakespeare stenst tímans tönn og á alltaf við. Hann hafði sérstaka náðargáfu í að skilja okkur öll og mannlegt eðli. Það er eins og Shakespeare hafi fundið sjálfur upp á manneskjunni," sagði leikarinn Ian McKellan, sem er einn þeirra sem les verk Shakespeares í smáforritinu.
Menning Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira