Leicester getur orðið meistari á Old Trafford en Vardy verður ekki með Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. apríl 2016 11:00 Vardy fær ekki að vera með þegar Leicester vinnur mögulega titilinn. vísir/getty Eftir jafntefli Tottenham gegn West Bromwich Albion í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi er Leicester komið með aðra hönd og nokkra fingur til viðbótar á enska meistaratitilinn. Refirnir þurfa aðeins þrjú stig úr síðustu þremur leikjum sínum til að vinna einn óvæntasta landstitil í sögu Evrópufótboltans, en þeir eru með sjö stiga forskot á Tottenham þegar þrjár umferðir eru eftir. Leicester er nú þegar búið að tryggja sér sæti í Meistaradeild Evrópu á næsta ári en getur nú gert enn betur og staðið uppi sem Englandsmeistari. Leicester verður sjötta liðið sem vinnur ensku úrvalsdeildina eftir Manchester United, Blackburn, Arsenal, Chelsea og Manchester City. Fyrsta tilraun Leicester til að vinna ensku úrvalsdeildina verður um helgina þegar liðið heimsækir sigursælasta lið úrvalsdeildarinnar, Manchester United. Leicester, sem kom upp í fyrra, getur fagnað titlinum á Old Trafford. Leicester á eftir leiki gegn United úti, Everton heima og Chelsea á útivelli. Það yrði nú eitthvað ef fráfarandi Englandsmeistarar Chelsea myndu standa heiðursvörð þegar leikmenn Leicester ganga inn á Stamford Bridge. Leicester verður þó án markahróksins Jamie Vardy í leiknum gegn Manchester United um helgina þar sem enska knattspyrnusambandið bætti einum leik ofan á leikbann hans sem Vardy fékk fyrir að fá rautt spjald í leik gegn West Ham 17. apríl. Vardy fékk tvö gul spjöld í leiknum og fór sjálfkrafa í eins leiks bann fyrir rauða spjaldið en aukaleiknum var bætt við bannið vegna framkomu hans í garð dómarans Jon Moss þegar hann sýndi framherjanum rauða spjaldið. Leicester saknaði Vardy ekki þegar liðið burstaði Swansea, 4-0, um síðustu helgi en gæti þurft á honum að halda á Old Traford þar sem Manchester United er gríðarlega sterkt. United hefur aðeins fengið á sig sjö mörk á heimavelli í vetur. Enski boltinn Tengdar fréttir Vardy-lausir Leicester-menn slátruðu Swansea | Sjáðu mörkin Leicester vann gríðarlega sannfærandi 4-0 sigur á Swansea í dag en með sigrinum nær Leicester aftur átta stiga forskoti á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. 24. apríl 2016 17:00 Vardy áfrýjar ekki en vonast til að sleppa við bann Fer fram á fund með aganefnd svo að hann sleppi með sekt en ekki leikbann. 21. apríl 2016 18:01 Veðmálafyrirtæki tapa tveimur milljörðum ef Leicester vinnur titilinn Óvæntur Englandsmeistaratitill Leicester mun kosta helstu veðmálafyritæki Bretlands fúlgur fjár. 22. apríl 2016 13:00 Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Sjá meira
Eftir jafntefli Tottenham gegn West Bromwich Albion í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi er Leicester komið með aðra hönd og nokkra fingur til viðbótar á enska meistaratitilinn. Refirnir þurfa aðeins þrjú stig úr síðustu þremur leikjum sínum til að vinna einn óvæntasta landstitil í sögu Evrópufótboltans, en þeir eru með sjö stiga forskot á Tottenham þegar þrjár umferðir eru eftir. Leicester er nú þegar búið að tryggja sér sæti í Meistaradeild Evrópu á næsta ári en getur nú gert enn betur og staðið uppi sem Englandsmeistari. Leicester verður sjötta liðið sem vinnur ensku úrvalsdeildina eftir Manchester United, Blackburn, Arsenal, Chelsea og Manchester City. Fyrsta tilraun Leicester til að vinna ensku úrvalsdeildina verður um helgina þegar liðið heimsækir sigursælasta lið úrvalsdeildarinnar, Manchester United. Leicester, sem kom upp í fyrra, getur fagnað titlinum á Old Trafford. Leicester á eftir leiki gegn United úti, Everton heima og Chelsea á útivelli. Það yrði nú eitthvað ef fráfarandi Englandsmeistarar Chelsea myndu standa heiðursvörð þegar leikmenn Leicester ganga inn á Stamford Bridge. Leicester verður þó án markahróksins Jamie Vardy í leiknum gegn Manchester United um helgina þar sem enska knattspyrnusambandið bætti einum leik ofan á leikbann hans sem Vardy fékk fyrir að fá rautt spjald í leik gegn West Ham 17. apríl. Vardy fékk tvö gul spjöld í leiknum og fór sjálfkrafa í eins leiks bann fyrir rauða spjaldið en aukaleiknum var bætt við bannið vegna framkomu hans í garð dómarans Jon Moss þegar hann sýndi framherjanum rauða spjaldið. Leicester saknaði Vardy ekki þegar liðið burstaði Swansea, 4-0, um síðustu helgi en gæti þurft á honum að halda á Old Traford þar sem Manchester United er gríðarlega sterkt. United hefur aðeins fengið á sig sjö mörk á heimavelli í vetur.
Enski boltinn Tengdar fréttir Vardy-lausir Leicester-menn slátruðu Swansea | Sjáðu mörkin Leicester vann gríðarlega sannfærandi 4-0 sigur á Swansea í dag en með sigrinum nær Leicester aftur átta stiga forskoti á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. 24. apríl 2016 17:00 Vardy áfrýjar ekki en vonast til að sleppa við bann Fer fram á fund með aganefnd svo að hann sleppi með sekt en ekki leikbann. 21. apríl 2016 18:01 Veðmálafyrirtæki tapa tveimur milljörðum ef Leicester vinnur titilinn Óvæntur Englandsmeistaratitill Leicester mun kosta helstu veðmálafyritæki Bretlands fúlgur fjár. 22. apríl 2016 13:00 Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Sjá meira
Vardy-lausir Leicester-menn slátruðu Swansea | Sjáðu mörkin Leicester vann gríðarlega sannfærandi 4-0 sigur á Swansea í dag en með sigrinum nær Leicester aftur átta stiga forskoti á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. 24. apríl 2016 17:00
Vardy áfrýjar ekki en vonast til að sleppa við bann Fer fram á fund með aganefnd svo að hann sleppi með sekt en ekki leikbann. 21. apríl 2016 18:01
Veðmálafyrirtæki tapa tveimur milljörðum ef Leicester vinnur titilinn Óvæntur Englandsmeistaratitill Leicester mun kosta helstu veðmálafyritæki Bretlands fúlgur fjár. 22. apríl 2016 13:00