Enski boltinn

Vardy-lausir Leicester-menn slátruðu Swansea | Sjáðu mörkin

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Það var ekki að sjá að Leicester-menn söknuðu Jamie Vardy í leik liðsins gegn Swansea í dag en leiknum lauk með 4-0 sigri Leicester sem nær því aftur átta stiga forskoti á toppi ensku úrvalsdeildarinnar.

Vardy sem fékk rautt spjald í leik Leicester og West Ham um helgina tók út leikbann í dag og kallaði Claudio Ranieri, knattspyrnustjóri liðsins, eftir því að aðrir leikmenn liðsins myndu stíga upp í hans fjarveru.

Ryiad Mahrez kom Leicester yfir strax á 10. mínútu þegar hann nýtti sér mistök hjá Ashley Williams og lagði boltann í netið en tuttugu mínútum síðar bætti Leonardo Ulloa við öðru marki Leicester.

Ulloa skoraði annað mark sitt og þriðja mark Leicester á 60. mínútu og gulltryggði um leið stigin þrjú en Marc Albrighton bætti við fjórða marki Leicester á 85. mínútu.

Gylfi Þór Sigurðsson var að vanda í byrjunarliði Swansea en hann var tekinn af velli á 76. mínútu. Náði Gylfi sér ekki á strik frekar en aðrir liðsfélagar hans.

Ulloa bætir við öðru marki Leicester: Ulloa gulltryggir stigin þrjú: Albrighton setur fjórða mark Leicester:



Fleiri fréttir

Sjá meira


×