Afturelding er Íslandsmeistari kvenna í blaki eftir 3-2 sigur á HK í fjórða leik liðanna í Fagralundi í kvöld. Afturelding vann einvígið 3-1.
Mosfellingar byrjuðu leikinn mun betur og unnu fyrstu tvær hrinurnar, 25-16 og 25-22, en HK-ingar svöruðu fyrir sig með því að vinna næstu tvær.
Því réðust úrslitin í oddahrinu. Þar hafði Afturelding betur, 15-12, og tryggði sér titilinn.
