Enski boltinn

Gylfi hefur sett sér það markmið að bæta met Eiðs Smára

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson fagnar sigurmarki sínu.
Gylfi Þór Sigurðsson fagnar sigurmarki sínu. Vísir/Getty
Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sitt ellefta mark í ensku úrvalsdeildinni um helgina þegar hann tryggði Swansea City 1-0 sigur á Chelsea en hann er ekki hættur.

Gylfi gulltryggði að Swansea City spilar í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð en liðið er komið með 40 stig eftir sigurinn á Chelsea.

Gylfi ætlar þó ekkert að slaka á því hann hefur sett stefnuna á það að ná markameti Eiðs Smára Guðjohnsen frá 2001-02.

„Ég er kominn með 25 mörk fyrir Swansea og þar með jafn Wilfried Bony. Vonandi næ ég marki til viðbótar og bæti metið áður en leiktíðin er búin. Það fylgir því frábær tilfinning að ná þessum áfanga og það er mjög gott fyrir miðjumann að vera á þessum stað," sagði Gylfi Þór Sigurðsson í viðtali við Sindra Sverrisson í Morgunblaðinu.

„Ég ætla líka að reyna að bæta met Eiðs [Smára Guðjohnsen] sem skoraði 14 mörk á einu tímabili en ég hef fáa leiki til stefnu. Ég þarf þrjú mörk í viðbót áður en leiktíðin er búin, og það er markmiðið mitt," sagði Gylfi.

Eiður Smári setti markamet Íslendings í ensku úrvalsdeildinni þegar hann skoraði 14 mörk í 32 leikjum fyrir Chelsea tímabilið 2001 til 2002. Gylfi hefur skorað 11 mörk í 33 leikjum á þessu tímabili.


Tengdar fréttir

Bandarískir fjárfestar að kaupa Swansea

Bandarískir fjárfestar eru í þann mund að leggja lokahönd á kaupum á knattspyrnuliðinu Swansea City sem Gylfi Þór Sigurðsson leikur með.

Sögubækur Swansea bíða

Gylfi Þór Sigurðsson getur jafnað við Wilfried Bony sem markahæsti leikmaður Swansea í sögu liðsins í ensku úrvalsdeildinni. Hann á eftir að skora á móti Chelsea í ár en sigurmark yrði líka sögulegt.

Gylfi: Þetta lítur vel út fyrir okkur

"Þetta lítur vel út fyrir okkur. Frábær sigur hjá okkur í dag og góður leikur af okkar hálfu,“ segir Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Swansea, eftir sigurinn gegn Chelsea í dag.

Gylfi kom Swansea yfir gegn Chelsea | Sjáðu markið

Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Swansea, getur ekki hætt að skora í ensku úrvalsdeildinni og var hann rétt í þessu að setja boltann í netið gegn Chelsea á Stamford Bridge í London.

Gylfi sá um Chelsea

Gylfi Þór Sigurðsson tryggði Swansea sigurinn, 1-0, á móti Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×