Enski boltinn

Gylfi kom Swansea yfir gegn Chelsea | Sjáðu markið

Stefán Árni Pálsson skrifar
Gylfi í baráttunni í dag.
Gylfi í baráttunni í dag. vísir
Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Swansea, getur ekki hætt að skora í ensku úrvalsdeildinni og var hann rétt í þessu að setja boltann í netið gegn Chelsea á Stamford Bridge í London.

Gylfi fékk boltann inn í teig Chelsea og lagði hann í vinstra hornið fram hjá Asmir Begovic með vinstri fæti.

Gylfi hefur nú skorað 11 mörk í deildinni og níu þeirra á þessu ári. Hann hefur skorað um fimmtíu prósent marka Swansea á árinu 2016.

Hér að neðan má sjá markið frá Gylfa.


Tengdar fréttir

Gylfi sá um Chelsea

Gylfi Þór Sigurðsson tryggði Swansea sigurinn, 1-0, á móti Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×