Enski boltinn

Gylfi: Þetta lítur vel út fyrir okkur

Stefán Árni Pálsson skrifar
Gylfi hefur verið magnaður á þessu tímabili.
Gylfi hefur verið magnaður á þessu tímabili.
„Þetta lítur vel út fyrir okkur. Frábær sigur hjá okkur í dag og góður leikur af okkar hálfu,“ segir Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Swansea, eftir sigurinn gegn Chelsea í dag.

Gylfi skoraði eina mark leiksins og hefur hann einfaldlega farið á kostum á tímabilinu, sérstaklega á þessu ári.

„Við byrjuðum leikinn virkilega vel og komum inn í hann að krafti. Við náðum að pressa þá oft inn á þeirra eigin vallarhelming og reyndum að þvinga þá í að gera mistök. Heilt yfir áttum við skilið að vinna þennan leik.“

Gylfi segir að liðið hafi vissulega getað spilað örlítið betur undir lok leiksins.

„Við féllum of mikið til baka undir lokin og vorum kannski aðeins of mikið að hugsa um að halda í þessi þrjú stig sem við vorum komnir með.“

Gylfi hefur nú skorað 25 mörk fyrir Swansea í úrvalsdeildinni og er það jöfnun á meti hjá félaginu.

„Auðvitað er alltaf mikilvægast að ná í þrjú stig en ég er mjög stoltur af þessu afreki og vonandi slæ ég metið á þessu tímabili.“

Hér að neðan má sjá myndband af viðtalinu við Gylfa.


Tengdar fréttir

Sögubækur Swansea bíða

Gylfi Þór Sigurðsson getur jafnað við Wilfried Bony sem markahæsti leikmaður Swansea í sögu liðsins í ensku úrvalsdeildinni. Hann á eftir að skora á móti Chelsea í ár en sigurmark yrði líka sögulegt.

Gylfi kom Swansea yfir gegn Chelsea | Sjáðu markið

Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Swansea, getur ekki hætt að skora í ensku úrvalsdeildinni og var hann rétt í þessu að setja boltann í netið gegn Chelsea á Stamford Bridge í London.

Gylfi sá um Chelsea

Gylfi Þór Sigurðsson tryggði Swansea sigurinn, 1-0, á móti Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×