Enski boltinn

Gylfi í hópi tíu bestu leikmanna ensku deildarinnar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson er kominn upp í níunda sæti á styrkleikalista Sky Sports yfir bestu leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar - svokallaðan „Power Rankings“ lista.

Gylfi skoraði sigurmark Swansea gegn Chelsea um helgina en það var hans níunda mark á þessu ári og ellefta á tímabilinu öllu.

Hann hefur verið að klífa listann hægt og rólega síðustu vikurnar og hoppar nú úr sautjánda sætinu í það níunda.

Meðal leikmanna sem hann er fyrir ofan má nefna Sergio Agüero, Chrstian Eriksen, Riyad Mahrez og Dele Alli.

Sky Sports tekur frammistöðu leikmanna ensku úrvalsdeildarinnar síðustu fimm vikurnar til greina við útreikninga sína. Nýjasta umferðin gildir hlutfallslega mest og umferðin fyrir fimm vikum hlutfallslega minnst í útreikningunum.

Kasper Schmeichel, markvörður Leicester, er efstur á listanum en hann hefur haldið hreinu í síðustu fimm leikjum toppliðsins. Jamie Vardy, sem skoraði bæði mörkin í 2-0 sigri liðsins á Sunderland, er í öðru sætinu.

Árangur Gylfa á síðustu listum:

Vika 29: 43. sæti (6.818 stig)

Vika 30: 27. sæti (6.249 stig)

Vika 31: 26. sæti (5.726 stig)

Vika 32: 17. sæti (7.115 stig)

Vika 33: 9. sæti (8.934 stig)


Tengdar fréttir

Sögubækur Swansea bíða

Gylfi Þór Sigurðsson getur jafnað við Wilfried Bony sem markahæsti leikmaður Swansea í sögu liðsins í ensku úrvalsdeildinni. Hann á eftir að skora á móti Chelsea í ár en sigurmark yrði líka sögulegt.

Gylfi: Þetta lítur vel út fyrir okkur

"Þetta lítur vel út fyrir okkur. Frábær sigur hjá okkur í dag og góður leikur af okkar hálfu,“ segir Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Swansea, eftir sigurinn gegn Chelsea í dag.

Gylfi kom Swansea yfir gegn Chelsea | Sjáðu markið

Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Swansea, getur ekki hætt að skora í ensku úrvalsdeildinni og var hann rétt í þessu að setja boltann í netið gegn Chelsea á Stamford Bridge í London.

Gylfi sá um Chelsea

Gylfi Þór Sigurðsson tryggði Swansea sigurinn, 1-0, á móti Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×