Innlent

Holtavörðuheiði lokuð næstu tímana: Þétt setið í Staðarskála

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Bílastæðið við Staðarskála er fullt. Vegfarendur nýta tímann og hlaða símana á meðan þeir komast ekki upp á heiðina.
Bílastæðið við Staðarskála er fullt. Vegfarendur nýta tímann og hlaða símana á meðan þeir komast ekki upp á heiðina. vísir/kak
Stórhríð er nú allvíða á norðurhelmingi landsins og á veður enn eftir að versna austanlands. Búið er að loka Holtavörðuheiðinni og verður hún lokuð næstu tvo tímana að minnsta kosti.

Kjartan Atli Kjartansson, dagskrárgerðarmaður, var nýkominn í Staðarskála þegar Vísir náði tali af honum. Hann sagði að setið væri í öllum sætum í skálanum, bílastæðið væri fullt og að í skálanum væru björgunarsveitarmenn að tala við fólk og ráðleggja því.

Það er frekar kuldalegt um að litast við Staðarskála.vísir/kak
Kjartan var á leiðinni suður frá Akureyri en hann sagði að færðin þaðan og í Staðarskála hafi verið mjög slæm, mikill skafrenningur og blint.

Samkvæmt vef Vegagerðarinnar er nú lokað á Holtvörðuheiði, Bröttubrekku, Laxárdalsheiði, Þverárfjalli, Hófaskarði, Mývatns- og Möðrudalsöræfum, Vopnafjarðarheiði og Fjarðarheiði.

Eins er lokað á Steingrímsfjarðarheiði en unnið að hreinsun.

Veginum frá Skeiðarársandi og austur að Jökulsárlóni hefur einnig verið lokað.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×