Lífið

Íslendingar hópast að Kourtney og Kim í miðbænum – Myndband

Stefán Árni Pálsson skrifar
Fjöldinn allur af Íslendingum að elta þau.
Fjöldinn allur af Íslendingum að elta þau. visir
Kourtney Kardashian og Jonathan Cheban hafa farið mikinn í miðbænum í dag og eru einfaldlega á röltinu um borgina.Eins og Lífið greindi frá fyrr í dag byrjuðu þau daginn í Hallgrímskirkju og héldu síðan niður Skólavörðustíginn.Því næst kíktu þau við í versluninni Geysi og var búðinni lokað á meðan þau fóru inn. Eftir stutt stopp þar var förinni haldið í 66°Norður í Bankastrætinu þar sem þau versluðu sér úlpur. Í því tilfelli var versluninni einnig lokað á meðan þau skoðuðu sig um. Smá saman mættu alltaf fleiri og fleiri Íslendingar í bæinn til að berja stjörnurnar augum.Nú síðast sást til þeirra á Bæjarins Bestu að fá sér pulsu og eru fjölmargir að elta þau hvert sem þau fara. Hér að neðan má sjá myndband sem tekið er af Snapchat-reikningi Jonathan Cheban.Kim Kardashian er einnig mætt á Bæjarins Bestu eins og sjá má á myndunum hér að neðan. 

Mikill fjöldi fylgir þeim.mynd/þórdís

Tengd skjöl


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.