Innlent

Innkalla hrísgrjón sem geta innihaldið úrgang úr nagdýrum

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Hrísgrjónin sem um ræðir.
Hrísgrjónin sem um ræðir. vísir/kaupás
Kaupás hefur ákveðið, í samráði við mætvælaeftirlit Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, að innkalla frá neytendum hrísgrjón frá First Price og Grøn Balance þar sem voru framleidd við óheilnæmar aðstæður og geta innihaldið úrgang úr nagdýrum.

Í tilkynningu frá Kaupás eru gefnar upp eftirfarandi upplýsingar sem auðkenna vörurnar sem innköllunin tekur til:

Vörumerki: First Price og Grøn Balance.

Vöruheiti: First Price Jasmin Ris, First Price Basmati Ris, Grøn Balance Økologiske Brune Ris, Grøn Balance Økologiske Basmati Ris, Grøn Balance Økologiske Jasmin Ris.

Strikanúmer: 7311041076392, 7311041076408, 5701410372248, 5701410348847, 5701410348830.

Nettóþyngd: 1 kíló

Best fyrir: Allar best fyrir dagsetningar.

Pökkunaraðili: Euro Basmati GmbH, Hamborg.

Framleiðsluland (pökkun): Þýskaland.     

Dreifing: Allar verslanir Krónunnar og Kjarvals um allt land og Nóatún Austurveri.

Viðskiptavinum sem hafa keypt umrædd hrísgrjón í framangreindum verslunum er bent á að neyta þeirra ekki og farga eða skila þeim í viðkomandi verslun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×