Fótbolti

Cruyff verður minnst fyrir El Clásico

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Það eru blóm allt í kringum Camp Nou, heimavöll Barcelona, þessa dagana. Margir minnast fallins snillings.
Það eru blóm allt í kringum Camp Nou, heimavöll Barcelona, þessa dagana. Margir minnast fallins snillings. vísir/getty
Barcelona ætlar að minnast Hollendingsins Johan Cruyff á glæsilegan hátt er liðið spilar gegn Real Madrid á laugardag.

Cruyff lést í síðustu viku eftir erfiða barátta við lungnakrabbamein.

Hann var leikmaður Barcelona í fimm ár og vann þá bæði deildina og spænska bikarinn. Cruyff tók við sem þjálfari liðsins árið 1998 og vann deildina fjórum sinnum og gerði liðið einu sinni að Evrópumeisturum á átta árum sem þjálfari.

Þá lagði Cruyff grunninn að hinu rómaða unglingastarfi Barcelona og bjó til leikstíl sem félagið hefur síðan byggt á.

Í sætum allra áhorfenda verða spjöld sem munu mynda orðin Gracies Johan eða Takk Johan. Sömu orð verða sett á búninga Barcelona í leiknum þar sem merki


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×