Fótbolti

Knattspyrnuheimurinn minnist Johan Cruyff

Stefán Árni Pálsson skrifar
Johan Cruyff er látinn.
Johan Cruyff er látinn. vísir/twitter
Johan Cruyff, einn besti knattspyrnumaður Hollands frá upphafi, er látinn eftir baráttu við krabbamein.

Hann var 68 ára. Fram kemur í tilkynningunni að Cruyff hafi látist í Barcelona og að hann hafi verið umkringdur fjölskyldumeðlimum sínum.

Cruyff átti magnaðan knattspyrnuferil og hlaut þrívegis Gullboltann fyrir að vera valinn knattpsyrnumaður ársins - 1971, 1973 og 1974. Hann fór með hollenska landsliðið í úrslitaleikinn á HM 1974 og var svo valinn besti leikmaður keppninnar.

Knattspyrnuheimurinn minnist leikmannsins á samfélagsmiðlum í dag og er Eiður Smári Guðjohnsen þar fremstur í flokki ásamt mörgum öðrum goðsögnum. Hér má sjá hvernig viðbrögðin voru:

Farewell to one of footballs alltime greats RIP Johan Cruyff

A photo posted by Eidur Gudjohnsen (@eidurgudjohnsen) on




Fleiri fréttir

Sjá meira


×