Jóhannesarpassía Chilcotts frumflutt í kvöld á Íslandi 22. mars 2016 10:45 Í kór Akraneskirkju eru um 50 manns. Sveinn Arnar Sæmundsson, organisti kirkjunnar, verður í hlutverki stjórnanda í kvöld. „Þetta er gríðarlega áhrifamikið verk,“ segir Sveinn Arnar Sæmundsson, organisti Akraneskirkju, um Jóhannesarpassíu breska kórtónskáldsins Bobs Chilcott sem verður flutt í fyrsta skipti á Íslandi í kvöld af Kirkjukór Akraness og fleirum. Flutningurinn fer fram í vöruhúsi á Kalmansvöllum á Akranesi sem Skagamenn hafa áður notað sem tónleikahús þegar tækifæri hefur gefist og Sveinn segir hljómburð þar góðan. Hann ætlar að stjórna kirkjukórnum en Aðalheiður Þorsteinsdóttir verður á orgelinu. Fjórir einsöngvarar leggja líka fram krafta sína, þeir Gissur Páll Gissurarson tenór sem syngur hlutverk guðspjallamannsins, Hafsteinn Þórólfsson sem túlkar Jesú og Örn Arnarson sem syngur hlutverk Pílatusar. Auk þeirra syngur Elfa Margrét Ingvadóttir tvær fallegar sópranaríur ásamt kórnum. Sveinn Arnar segir verkið njóta mikilla vinsælda um allan heim enda sé það vel samið. „Það er byggt á Jóhannesarguðspjalli, textinn er um handtöku og krossfestingu Krists og inn í það fléttar Chilcott glæsilegum kórköflum þar sem sungnir eru sálmar og ljóð sem tengjast þessum dramatísku atburðum.“ Æfingar hófust upp úr áramótum. „Í upphafi ætluðum við ekki að flytja allt verkið en svo fannst okkur ómögulegt annað en flytja það í heild. Ég er svakalega ánægður með að það skuli vera að ganga upp,“ segir Sveinn Arnar og tekur fram að auk Aðalheiðar á orgelinu spili Örnólfur Kristjánsson á selló, Elín Björk Jónasdóttir á lágfiðlu, Jón Arnar Einarsson á básúnu, Ásgrímur Einarsson á túbu, Erna Ómarsdóttir á horn og Vilhjálmur Ingi Sigurðarson og Steinar Matthías Kristinsson á trompeta. Verkið tekur rúman klukkutíma í flutningi. Íslenskum texta og myndum verður varpað á tjald svo tónleikagestir geta fylgst vel með. Greinin/fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 21. mars. Menning Mest lesið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Nældi sér í einn umdeildan Lífið Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Lífið Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Tíska og hönnun Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Fleiri fréttir Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
„Þetta er gríðarlega áhrifamikið verk,“ segir Sveinn Arnar Sæmundsson, organisti Akraneskirkju, um Jóhannesarpassíu breska kórtónskáldsins Bobs Chilcott sem verður flutt í fyrsta skipti á Íslandi í kvöld af Kirkjukór Akraness og fleirum. Flutningurinn fer fram í vöruhúsi á Kalmansvöllum á Akranesi sem Skagamenn hafa áður notað sem tónleikahús þegar tækifæri hefur gefist og Sveinn segir hljómburð þar góðan. Hann ætlar að stjórna kirkjukórnum en Aðalheiður Þorsteinsdóttir verður á orgelinu. Fjórir einsöngvarar leggja líka fram krafta sína, þeir Gissur Páll Gissurarson tenór sem syngur hlutverk guðspjallamannsins, Hafsteinn Þórólfsson sem túlkar Jesú og Örn Arnarson sem syngur hlutverk Pílatusar. Auk þeirra syngur Elfa Margrét Ingvadóttir tvær fallegar sópranaríur ásamt kórnum. Sveinn Arnar segir verkið njóta mikilla vinsælda um allan heim enda sé það vel samið. „Það er byggt á Jóhannesarguðspjalli, textinn er um handtöku og krossfestingu Krists og inn í það fléttar Chilcott glæsilegum kórköflum þar sem sungnir eru sálmar og ljóð sem tengjast þessum dramatísku atburðum.“ Æfingar hófust upp úr áramótum. „Í upphafi ætluðum við ekki að flytja allt verkið en svo fannst okkur ómögulegt annað en flytja það í heild. Ég er svakalega ánægður með að það skuli vera að ganga upp,“ segir Sveinn Arnar og tekur fram að auk Aðalheiðar á orgelinu spili Örnólfur Kristjánsson á selló, Elín Björk Jónasdóttir á lágfiðlu, Jón Arnar Einarsson á básúnu, Ásgrímur Einarsson á túbu, Erna Ómarsdóttir á horn og Vilhjálmur Ingi Sigurðarson og Steinar Matthías Kristinsson á trompeta. Verkið tekur rúman klukkutíma í flutningi. Íslenskum texta og myndum verður varpað á tjald svo tónleikagestir geta fylgst vel með. Greinin/fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 21. mars.
Menning Mest lesið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Nældi sér í einn umdeildan Lífið Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Lífið Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Tíska og hönnun Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Fleiri fréttir Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist
Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist