Fótbolti

Messi: Hef ekki talað við Maradona síðan 2010

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Argentínsku snillingarnir ræðast við á HM 2010.
Argentínsku snillingarnir ræðast við á HM 2010. vísir/getty
Lionel Messi segist ekki hafa talað við Diego Maradona síðan á HM 2010. Barcelona-maðurinn segir þó að samband þeirra sé frábært.

„Við höfum ekki talað saman í lengri tíma, eða frá því á HM 2010,“ sagði Messi en Maradona stýrði argentínska landsliðinu á HM í Suður-Ameríku. Þar komust Argentínumenn í 8-liða úrslit en féllu úr leik eftir 4-0 tap fyrir Þýskalandi.

„Hann einbeitir sér bara að sínu lífi og ég að mínu. Við höfum ekkert talað saman. En þrátt fyrir það er samband okkar frábært,“ bætti Messi við en hann hefur verið borinn saman við Maradona allt frá því hann kom fram á sjónarsviðið fyrir rúmum áratug.

Þrátt fyrir að hafa unnið allt sem hægt er að vinna með Barcelona á Messi enn eftir að leiða Argentínumenn til sigurs á stórmóti, líkt og Maradona gerði á HM 1986.

Messi verður væntanlega í eldlínunni þegar Argentína tekur á móti Bólivíu í undankeppni HM 2018 í kvöld. Argentínumenn þurfa á sigri að halda en þeir eru aðeins með átta stig eftir fimm leiki í undankeppninni.


Tengdar fréttir

Obama reddaði ekki Messi

Aðdáendur knattspyrnunnar vilja eflaust allir fá tækifæri til að hitta Lionel Messi sem er líklega einn besti knattspyrnumaður sögunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×