Fótbolti

Klose hugsanlega áfram hjá Lazio

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Klose í leik með Lazio.
Klose í leik með Lazio. vísir/getty
Þýski framherjinn Miroslav Klose er orðinn 37 ára gamall og vill spila fótbolta áfram.

Hann hefur verið í herbúðum Lazio síðan 2011 og ekki er útilokað að hann verði áfram hjá félaginu.

Samningur Klose við Lazio rennur út í sumar. Hann hefur ekki beint verið í miklu stuði í vetur. Skoraði sín fyrst mörk á tímabilinu um síðustu helgi.

Þó svo mörkin hafi látið á sér standa þá hefur Lazio engu að síður áhuga á því að framlengja við framherjann.

Klose er orðinn einn af tíu markahæstu leikmönnum í sögu félagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×