Fótbolti

Forseti Porto: Ég var ekki í mat hjá látnum manni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Forsetinn gagnrýndi aldrei Casillas, að eigin sögn.
Forsetinn gagnrýndi aldrei Casillas, að eigin sögn. Vísir/Getty
Jorge Pinto da Costa, forseti portúgalska liðsins Porto, þvertekur fyrir að hann hafi nokkru sinni gagnrýnt markvörðinn Iker Casillas líkt og fullyrt var í spænsku dagblaði í gær.

El Confidencial fullyrti að Da Costa hafi sagt að það hafi verið risavaxin mistök að kaupa Casillas frá Real Madrid og að slæmt gengi liðsins í portúgölsku úrvalsdieldinni í ár væri honum að kenna.

Da Costa á að hafa sagt portúgölskum viðskiptamanni frá þessu en samkvæmt yfirlýsingu sem Porto birti í gær lést téður viðskiptamaður árið 2009.

„Þessi frétt fékk mig til að hlæja því í henni var fullyrt að ég hefði verið í matarboði hjá vini mínum, Jose Manuel De Mello,“ sagði Da Costa í yfirlýsingu Porto.

„Ég hef ekki hugmynd um hver það er. Mér skilst, sem er miður fyrir fjölskyldu hans, að hann hafi látist fyrir nokkru síðan. Ég hef aldrei verið í matarboði hjá látnu fólki.“

Það kom einnig fram í yfirlýsingunin að félagið hyggðist nýta sér klásúlu í samningi Casillas við Porto og að hann yrði framlengdur til 2018. Það tengdist þó áðurnefndi frétt ekki neitt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×