Þú getur gert það sem þú vilt ef það særir engan Magnús Guðmundsson skrifar 17. mars 2016 12:30 Ágúst Skúlason og Halla Jóhanna Magnúsdóttir á Tveimur hröfnum listhúsi. Visir/Anton Brink „Þessi hugmynd kviknaði fyrst fyrir um ári og er nú orðin að veruleika. Hlutirnir taka tíma í þessum bransa og þolinmæði er dyggð,“ segir Ágúst Skúlason galleristi í Tveimur hröfnum listhúsi að Baldursgötu. Í dag verður opnuð þar sýningin Whatever Works en titill sýningarinnar vísar í samnefnda kvikmynd Woody Allen. „Sýningin er samsýning þeirra listamanna sem eru á okkar snærum og okkur langaði til þess að gera slíka sýningu þar sem þeir myndu vinna ný verk fyrir sýninguna sérstaklega. Nafnið Whatever Works lýsir því kannski helst hvað er þarna í gangi en það er líka hægt að túlka það á svo ótal marga vegu og bæði jákvætt og neikvætt og allan hringinn. Þeir sem hafa horft á þessa Woody Allen mynd muna kannski að hún er svolítið þung framan af og karlinn, aðalpersónan sem Larry David leikur, dálítið pirraður en svo endar þetta skemmtilega. Þú gerir bara það sem þér hentar, hvað sem það er, svo lengi sem þú ert ekki að særa neinn annan í leiðinni.“ Ágúst segir að þau hafi ekki sett listamönnunum einhverjar takmarkanir fyrir sýninguna en þó hafi þau þurft að vera með ákveðinn stærðarramma. „En það bjagaðist nú eins og gengur og einu fyrirmælin sem stóðu eftir voru að hafa þetta ekki stór verk. Yngsti listamaðurinn sem er hjá okkur, hann Georg Óskar sem er að klára mastersnám í Noregi í myndlist, hann er með miðjuverkið ef svo má segja. Það var eiginlega hugmynd frá Jóni Óskari að leyfa þeim yngsta og nýjasta að fá svona ákveðna miðsetningu í þessu og styðja þannig við ungu kynslóðina. Mér fannst það flott hjá Jóni að leggja þetta svona fram og við studdum það.“ Listamennirnir sem eru með verk á sýningunni eru þau Georg Óskar, Guðbjörg Lind Jónsdóttir, Hadda Fjóla Reykdal, Hallgrímur Helgason, Hulda Hákon, Húbert Nói Jóhannesson, Jón Óskar, Óli G. Jóhannsson og Steinunn Þórarinsdóttir. Ágúst segir að Halla hafi séð um að stilla upp sýningunni. „Hvert og eitt verk er gert fyrir sýninguna nema nokkrar teikningar eftir Óla G. sem við völdum en hann er fallinn frá og svo sýnum við eitt gamalt verk eftir Steinunni Þórarinsdóttur vegna þess að hún er að undirbúa sýningu sem hún verður með á Listahátíð hjá okkur í maí. Svo vonum við bara að fólk komi og hafi gaman af því að skoða þessa ólíku og flinku listamenn saman á einum stað.“ Menning Mest lesið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Nældi sér í einn umdeildan Lífið Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Lífið Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Tíska og hönnun Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Fleiri fréttir Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
„Þessi hugmynd kviknaði fyrst fyrir um ári og er nú orðin að veruleika. Hlutirnir taka tíma í þessum bransa og þolinmæði er dyggð,“ segir Ágúst Skúlason galleristi í Tveimur hröfnum listhúsi að Baldursgötu. Í dag verður opnuð þar sýningin Whatever Works en titill sýningarinnar vísar í samnefnda kvikmynd Woody Allen. „Sýningin er samsýning þeirra listamanna sem eru á okkar snærum og okkur langaði til þess að gera slíka sýningu þar sem þeir myndu vinna ný verk fyrir sýninguna sérstaklega. Nafnið Whatever Works lýsir því kannski helst hvað er þarna í gangi en það er líka hægt að túlka það á svo ótal marga vegu og bæði jákvætt og neikvætt og allan hringinn. Þeir sem hafa horft á þessa Woody Allen mynd muna kannski að hún er svolítið þung framan af og karlinn, aðalpersónan sem Larry David leikur, dálítið pirraður en svo endar þetta skemmtilega. Þú gerir bara það sem þér hentar, hvað sem það er, svo lengi sem þú ert ekki að særa neinn annan í leiðinni.“ Ágúst segir að þau hafi ekki sett listamönnunum einhverjar takmarkanir fyrir sýninguna en þó hafi þau þurft að vera með ákveðinn stærðarramma. „En það bjagaðist nú eins og gengur og einu fyrirmælin sem stóðu eftir voru að hafa þetta ekki stór verk. Yngsti listamaðurinn sem er hjá okkur, hann Georg Óskar sem er að klára mastersnám í Noregi í myndlist, hann er með miðjuverkið ef svo má segja. Það var eiginlega hugmynd frá Jóni Óskari að leyfa þeim yngsta og nýjasta að fá svona ákveðna miðsetningu í þessu og styðja þannig við ungu kynslóðina. Mér fannst það flott hjá Jóni að leggja þetta svona fram og við studdum það.“ Listamennirnir sem eru með verk á sýningunni eru þau Georg Óskar, Guðbjörg Lind Jónsdóttir, Hadda Fjóla Reykdal, Hallgrímur Helgason, Hulda Hákon, Húbert Nói Jóhannesson, Jón Óskar, Óli G. Jóhannsson og Steinunn Þórarinsdóttir. Ágúst segir að Halla hafi séð um að stilla upp sýningunni. „Hvert og eitt verk er gert fyrir sýninguna nema nokkrar teikningar eftir Óla G. sem við völdum en hann er fallinn frá og svo sýnum við eitt gamalt verk eftir Steinunni Þórarinsdóttur vegna þess að hún er að undirbúa sýningu sem hún verður með á Listahátíð hjá okkur í maí. Svo vonum við bara að fólk komi og hafi gaman af því að skoða þessa ólíku og flinku listamenn saman á einum stað.“
Menning Mest lesið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Nældi sér í einn umdeildan Lífið Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Lífið Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Tíska og hönnun Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Fleiri fréttir Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist
Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist